Fara í efni

Skólanefnd

21. nóvember 2012

252. (75) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 21. nóvember 2012, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Hildigunnur Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

  1. Kynning á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa í Grunnskóla Seltjarnarness.
    Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, kynnti niðurstöður fyrir skólann.
  2. Facebook, twitter og félagar í Grunnskóla Seltjarnarness.
    Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, gerði grein fyrir hugmyndum skólans um notkun samfélagsmiðla og tæknibúnaðar. Skólanefnd felur skólastjóra að vinna tillögur um notkun samfélagsmiðla og tæknibúnaðar.
  3. Grunnskóli á grænu ljósi –átak í umferðaröryggismálum í grunnskólum.
    Skólanefnd felur formanni nefndarinnar og skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness eftirfylgni við átakið.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Inga Oddsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir komu til fundar kl. 8:55. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir vék af fundi kl. 8:55.
  4. Fjárhagsáætlun Fræðslusviðs fjárhagsárið 2013.
    Fræðslustjóri kynnti fjárhagsáætlun FS fyrir 2013.
  5. Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar, bókun bæjarstjórnar 26.09.2012 -málsnr. 2012030015.
    Lagt fram til kynningar.
  6. Úttekt á mötuneyti -málsnr. 2012100089.
    Lagt fram til kynningar.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir og Sigurlína Margrét Magnúsdóttir viku af fundi kl. 9:40.
  7. Breyting á skóladagatali Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2012110043.
    Skólanefnd samþykkir beiðni um breytingu og felur leikskólastjóra kynningu hennar.
  8. Niðurgreiðsla vegna daggæslu í heimahúsi -málsnr. 2012110040.
    Skólanefnd samþykkir greiðslu vegna tímabundins umframkostnaðar af öðru barninu í ljósi sérstakra aðstæðna.
  9. Niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla -endurskoðun gjaldskrár.
    Skólanefnd samþykkir tillögur að endurskoðaðri gjaldskrá með fyrirvara um samþykki Fjárhags- og launanefndar.
  10. Fundartími skólanefndar Seltjarnarness árið 2013.
    Eftirfarandi fundartímar voru samþykktir fyrir skólanefnd Seltjarnarness árið 2013: 23. janúar, 20. mars, 17. apríl, 15. maí, 12. júní, 4. september, 16. október og 20. nóvember.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:10.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?