Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Erlendur Magnússon, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
- Skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness.
Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness. - Skýrsla námsráðgjafa í Grunnskóla Seltjarnarness -kynning.
Kristín Sverrisdóttir, námsráðgjafi og Rannveig Óladóttir, námsráðgjafi, kynntu skýrslu námsráðgjafa Grunnskóla Seltjarnarness.
Kristín Sverrisdóttir og Rannveig Óladóttir viku af fundi kl. 8:40 - Niðurstöður úr Skólapúlsi skólaárið 2011-2012 -kynning.
Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, greindi frá niðurstöðum fyrir skólaárið 2011-2012. - Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins á starfsemi Grunnskóla Seltjarnarness-málsnr. 2012010056.
Lagt fram til kynningar. - Viðmið um fjölda nemenda í bekk í Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2012080029.
Skólanefnd samþykkti að halda óbreyttum viðmiðum um fjölda nemenda í bekk, en felur Grunnskóla Seltjarnarness að skoða eftir aðstæðum sértækar útfærslur innan fjölmennra árganga.
Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir og Sigurlína Margrét Magnúsdóttir viku af fundi kl. 9:30. Gylfi Gunnarsson kom til fundar. - Skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness.
Gylfi Gunnarsson, skólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness.
Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 9:40. - Niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla -endurskoðun gjaldskrár.
Skólanefnd frestaði afgreiðslu málsins og fól fræðslustjóra að leggja fram tillögur í samræmi við umræður á fundinum. - Skipun starfshóps til skoðunar framtíðaruppbyggingu Seltjarnarnesbæjar á þjónustu til
foreldra eftir fæðingarorlof.
Skólanefnd samþykkti skipun starfshóps og erindisbréf fyrir hann.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 10:10.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)
Erlendur Magnússon (sign)
Davíð Birgisson Scheving (sign)
Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)