Fara í efni

Skólanefnd

06. júní 2012

248. (71) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 6. júní 2012, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Erlendur Magnússon, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Hildigunnur Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

  1. Erindi frá kennurum og starfsfólki Valhúsaskóla -málsnr. 2012030042
    Lagt fram til kynningar.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Gylfi Gunnarsson komu til fundar kl. 8:30.
  2. Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2012-2013 -málsnr. 2012040022
    Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir viku af fundi kl. 08:35.
  3. Hagir og líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi -kynning á niðurstöðum rannsókna meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk á Seltjarnarnesi árið 2012 -málsnr. 2012050017

    Sigurlína Margrét Magnúsdóttir vék af fundi kl. 8:50.
  4. Innritun í Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2012-2013.
    Gylfi Gunnarsson gerði grein fyrir inntöku nemenda.

    Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 9:10
  5. Inntaka barna í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2012-2013.
    Skólanefnd felur leikskólastjóra, fræðslustjóra, formanni skólanefndar og bæjarstjóra að skoða úrræði til að mæta fjölgun umsókna til leikskólans. Skólanefnd samþykkti einnig að skipaður verði starfshópur til að skoða tilboð fyrir aldurshópinn 1-5 ára til lengri tíma litið.
  6. Öryggismál í Leikskóla Seltjarnarness.
    Fræðslustjóri gerði grein fyrir öryggismálum í leikskólanum.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?