247. (70) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2012, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
Þetta gerðist:
- Úthlutun til Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2012-2013 -málsnr. 2012040003
Skólanefnd samþykkir tillögu að úthlutun. - Fagráð vegna eineltismála í grunnskólum -málsnr. 2012030041
Lagt fram til kynningar
Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Gylfi Gunnarsson komu til fundar kl. 8:30. - Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness skólaárið 2012-2013 -málsnr. 2012040022
Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins.
Guðlaug Sturlaugsdóttir og Sigurlína Margrét Magnúsdóttir viku af fundi kl. 08:40. Þórunn Halldóra Matthíasdóttir vék af fundi kl. 8:45. - Niðurgreiðslur v. einkarekinna leikskóla -málsnr. 2012040007
Erindi lagt fram til kynningar. Skólanefnd áréttar að litið skuli til viðmiðunargjaldskrár Sambands íslenskra sveitarfélaga hverju sinni við niðurgreiðslu vegna framlengingar leikskóladvalar vegna flutnings á milli sveitarfélaga.
Soffía Guðmundsdóttir og Sigríður Elsa Oddsdóttir viku af fundi kl. 9:00. - Innritun í Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2012-2013.
Gylfi Gunnarsson gerði grein fyrir stöðu innritunar. - Beiðni um styrk til þátttöku í alþjóðlegri tónlistarráðstefnu -málsnr. 2012040023
Skólanefnd tekur jákvætt í beiðnina og veitir styrk sem nemur ferðakostnaði.
Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 9:10 - Niðurstöður könnunar á viðhorfum foreldra barna hjá dagforeldrum á Seltjarnarnesi -málsnr. 2012030007
Lagt fram til kynningar.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 9:15.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Davíð Birgisson Scheving (sign)
Halldór Árnason (sign)
Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign)
Margrét Pálsdóttir (sign)