Fara í efni

Skólanefnd

143. fundur 19. apríl 2004

Þátttakendur:
Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórdís Sigurðardóttir, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Lúðvík Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri, Helga Sverrisdóttir fulltrúi foreldra í leikskóla. Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans, Marteinn Már Jóhannesson, Sigfús Grétarsson, Fjóla Höskuldsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúar grunnskóla. Svana Helen Björnsdóttir og Guðrún Þórsdóttir fulltrúar foreldra í grunnskóla.

Leikskóli:
1. Lagðar fram 7. og 8. fundargerð leikskólastjóra. Spurt var um fimmta lið í 8. fundargerð, dagsettri 6. apríl 2004 (Fskj. 143-1).
2. Skólanefnd þakkar greinargóða skýrslu frá leikskólafulltrúa. Rætt um fjölgun barna í heilsdagsvistun og námsefnið Stig af stigi (Fskj. 143-2).
3. Lagt fram til kynningar innlegg í fjölskyldustefnu Seltjarnarness hvað varðar leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla (Fskj. 143-3).
4. Námsmannaafsláttur miðaðst við fullt dagnám (15 einingar) sbr. reglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
5. Önnur mál:
a) Rætt um ársreikning 2003 úr Endurskoðunarskýrslu sem lögð var fram þann 14. apríl 2004 í bæjarstjórn frá Deloitte.
b) Rætt um sumarleyfi/lokun í leikskólum.
c) Starfsfólk leikskólanna þakkar rausnarlegan styrk vegna námsferðar til Madrid.
d) Leikskólafulltrúi dreifði nýjum kynningarbæklingi fyrir leikskóla (Fskj. 143-4).

Fulltrúar leikskóla viku af fundi kl. 18:55.


Tónlistarskóli:

1. Fjallað um stækkun Tónlistarskólans. Framkvæmdum miðar mjög vel.
2. Seinni hluti kerfisbreytinga vegna kjarasamnings kennara í tónlistarskólum kemur til framkvæmda haustið 2004. Kennsluskylda kennara verður 20 klukkustundir á viku.
3. Lagt er til að skólagjöld í Tónlistarskólanum fyrir skólaárið 2004-2005 hækki um 5% og verði sem hér segir:
Hljóðfæranám: 50.400
Hljóðfæri ½ nám: 35.700
Hljóðfæri með undirleik: 76.000
Forskóli: 26.250
Hljóðfæraleiga: 5.250

Skólanefnd samþykkir hækkunina samhljóða (Fskj. 143-5).

4. Lagt fram bréf þar sem óskað er eftir aukningu á kennslukvóta fyrir Tónlistarskólann fyrir skólaárið 2004-2005). Skólanefnd vísar umsókninni til fjárhags- og launanefndar til afgreiðslu (Fskj. 143-6).
5. Önnur mál:
a. Rætt um 30 ára afmæli Tónlistarskólans á árinu. Gert er ráð fyrir að fyrstu tónleikar verði haldnir 25. ágúst en afmælisins verður minnst allt skólaárið.
b. Skólanefnd þakkar kennurum Tónlistarskólans og kennsluráðgjafa í Gróttu og öðru starfsfólki frábæra skemmtun á Gróttudegi 17. apríl sl.

Fulltrúi Tónlistarskóla vék af fundi kl. 18:50.


Grunnskóli:
1. Mötuneytismál í Mýrarhúsaskóla. Rætt um framkvæmdir við mötuneyti í skólanum og aðrar framkvæmdir sem þarf að setja í forgang t.d. pípulagnir, frágang á gluggum og viðgerðir á rafkerfi. Mikilvægt er að byggingarnefndin leggi fram kostnaðaráætlun fyrir fund skólanefndar 17. maí nk.
2. Rætt um mikilvægi þess að vinna að stefnumótun fyrir mötuneytið í skólanum.
3. Rætt um starfslok Fríðu Regínu Höskuldsdóttur skólastjóra Mýrarhúsaskóla.
4. Rætt var um hver næstu skref væru í sameiningarferli grunnskólanna.


Fundargerð ritaði:Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi/ Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi


Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Þórdís Sigurðardóttir (sign.)
Lárus B Lárusson (sign.)
Árni Einarsson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?