Fara í efni

Skólanefnd

07. mars 2012

246. (69) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 7. mars 2012, kl. 08:00 í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Hildigunnur Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Hildigunnur Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Baldur Pálsson, fræðslustjóri.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

  1. Áfangaskýrsla vegna sjálfsmats Grunnskóla Seltjarnarness - málsnúmer 2012010048.
    Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, kynnti skýrsluna.
  2. Úttekt Mennta- og menningarmálaráðuneyisins á starfsemi Grunnskóla Seltjarnarness
    Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, gerði grein fyrir framgangi úttektarinnar.
  3. Staða starfsmannamála í Grunnskóla Seltjarnarness.
    Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, gerði grein fyrir stöðu mála.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Gylfi Gunnarsson komu til fundar kl. 8:25.
  4. Skóladagatal Grunnskóla Seltjarnarness.
    Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, kynnti drög að skóladagatali Grunnskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2012-2013.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Sigurlína Margrét Magnúsdóttir viku af fundi kl. 8:45.
  5. Viðmiðunarreglur v. flutnings barna milli sveitarfélaga v. leikskóla - málsnúmer 2012030009.
    Lagt fram til kynningar.
  6. Umsókn um styrk til íþróttakennslu 5 ára barna í Leikskóla Seltjarnarness - málsnúmer 2012030006.
    Skólanefnd samþykkir umsóknina.

    Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir viku af fundi kl. 9:00.
  7. Innritun í Tónlistarskóla Seltjarnarness fyrir skólaárið 2012-2013.
    Innritun í Tónlistarskóla Seltjarnarness skal lokið 1. maí.
  8. Breytingar á umsóknareyðublöðum v. þjónustu stofnana á fræðslusviði.
    Skólanefnd felur fræðslustjóra að útfæra breytingar á umsóknar og samningseyðublöðum fyrir fræðslusvið.
  9. Könnun á viðhorfum foreldra barna hjá dagforeldrum á Seltjarnarnesi – málsnúmer 2012030007.
    Skólanefnd felur fræðslustjóra að sjá um framkvæmd könnunarinniar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:15.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Halldór Árnason (sign)

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?