244. (67) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 14. desember 2011, kl. 08:00 í Leikskóla Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Hildigunnur Magnúsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness, Hildur Jóhannsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi.
Forföll: Hildigunnur Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Baldur Pálsson
Þetta gerðist:
- Kynning á niðurstöðum samræmdra könnunrarprófa í Grunnskóla Seltjarnarness.
Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, kynnti niðurstöður fyrir skólann. - Kynning verkefna á Fræðslusviði 2012.
Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir helstu verkefnum á sviðinu árið 2012. - Verkefnahópur um menntamál -málsnr. 2011100050
Lagt fram til kynningar.
Guðlaug Sturlaugsdóttir og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir viku af fundi kl. 8:40. Gylfi Gunnarsson kom til fundar. - Ályktun aðalfundar FT gegn niðurskurði í tónlistarskólum -málsnr. 2011120036
Gylfi Gunnarsson, skólastjóri, gerði grein fyrir stöðu mála við Tónlistarskóla Seltjarnarness.
Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 8:45. Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir komu til fundar. - Beiðni um stuðning við barn í LS -málsnr. 2010060013
Skólanefnd samþykkir beiðnina með fyrirvara um samþykki Fjárhags- og launanefndar.
Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Hildur Jóhannsdóttir viku af fundi kl. 9:00. - Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi (1) -málsnr. 2011010069
Skólanefnd samþykkir útgáfu bráðabirgðaleyfis að uppfylltum öllum skilyrðum er kveður á um í reglum um starfsleyfi dagforeldra. - Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi (2) -málsnr. 2011010069
Skólanefnd samþykkir útgáfu bráðabirgðaleyfis að uppfylltum öllum skilyrðum er kveður á um í reglum um starfsleyfi dagforeldra. - Öryggi barna hjá dagforeldrum -málsnr. 2011110018
Bréf frá Velferðarráðuneytinu, dags. 1. 12. 2011, lagt fram til kynningar. Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir framkvæmd reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005, varðandi Seltjarnarnes. - Bréf frá ungmennafélagi Íslands -málsnr. 2011120007
Lagt fram til kynningar.Fundartími skólanefndar Seltjarnarness árið 2012. - Eftirfarandi fundartímar voru samþykktir fyrir skólanefnd Seltjarnarness árið 2012:18.janúar, 7.mars, 18.apríl, 23.maí, 5.september, 24.október og 21.nóvember.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 9:10
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Björg Fenger (sign)
Davíð Birgisson Scheving (sign)
Halldór Árnason (sign)
Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)