Fara í efni

Skólanefnd

25. október 2011

243. (66) fundur skólanefndar var haldinn þriðjudaginn 25. október 2011, kl. 08:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Guðrún Tinna Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, Hildur Jóhannsdóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Hildigunnur Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi.

Forföll: Soffía Guðmndsdóttir Leikskólastjóri og Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

  1. Bréf v. niðurlagningar stöðu kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness -málsnr. 2011100001
    Skólanefnd felur fræðslufulltrúa að taka saman gögn varðandi málið og svara erindinu í samráði við nefndina.

    Davíð Scheving vék af fundi á meðan fjallað var um málið.
    Guðlaug Sturlaugsdóttir, Gylfi Gunnarsson og Guðrún Tinna Ólafsdóttir komu til fundar kl. 8:15
  2. Endurskoðuð skólastefna Seltjarnarnesbæjar -málsnr. 2010080065
    Skólanefnd samþykkir endurskoðaða skólastefnu Seltjarnarnesbæjar.
  3. Forsendur fjárhagsáætlunar 2012 fyrir Fræðslusvið Seltjarnarnesbæjar.
    Fræðslufulltrúi kynnti forsendur fjárhagsáætlunar FS fyrir 2012.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, Hildur Jóhannsdóttir og Gylfi Gunnarsson viku af fundi kl. 09:15.
  4. Beiðni um stuðning við nemanda í Leikskóla Seltjarnarness (1) -málsnr. 2010060013
    Beiðni um stuðning við nemanda í Leikskóla Seltjarnarness (2) -málsnr. 2010060013
    Skólanefnd samþykkir beiðnirnar með fyrirvara um samþykki Fjárhags- og launanefndar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:25

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Björg Fenger (sign) Davíð Birgisson Scheving (sign)

Halldór Árnason (sign) Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?