Fara í efni

Skólanefnd

07. september 2011

242. (65) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 7. september 2011, kl. 08:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Anna Harðardóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Inga Oddsdóttir fulltrúi starfsfólks v. Leikskóla Seltjarnarness, Guðrún Tinna Ólafsdóttir fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Erla Gísladóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness, Hildigunnur Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi og Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi.

Forföll: Björg Fenger, skólanefnd og Þórunn Halldóra Matthíasdóttir fulltrúi kennara v. Grunnskóla Seltjarnarness.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

  1. Skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness.
    Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Grunnskóla Seltjarnarness.
  2. Eineltisáætlun Grunnskóla Seltjarnarness –kynning
    Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri, kynnti eineltisáætlun Grunnskóla Seltjarnarness.
  3. Skýrsla námsráðgjafa í Grunnskóla Seltjarnarness –kynning
    Kristín Sverrisdóttir, námsráðgjafi og Rannveig Óladóttir, námsráðgjafi, kynntu skýrslu námsráðgjafa Grunnskóla Seltjarnarness.

    Kristín Sverrisdóttir og Rannveig Óladóttir viku af fundi kl. 8:35
  4. Forfallakennsla í grunnskólum, -málsnr. 2011090007
    Bréf frá Menntamálaráðuneytinu lagt fram til kynningar.
  5. Bréf frá Velferðarvaktinni, málsnr. -2011090009
    Lagt fram til kynningar.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir og Erla Gísladóttir viku af fundi kl. 8:40
    Anna Harðardóttir, Sigríður Inga Oddsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir komu til fundar.
  6. Skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness.
    Anna Harðadóttir, aðstoðarskólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Leikskóla Seltjarnarness.
  7. Tillaga að skipulagsdögum í Leikskóla Seltjarnarness skólaárið 2011-2012,
    -málsnr. 2011090008
    Skólanefnd samþykkti tillöguna.
  8. Beiðni um stuðning við nemanda í Leikskóla Seltjarnarness -málsnr. 2010060013
    Skólanefnd samþykkti tillöguna með fyrirvara um samþykki Fjárhags- og launanefndar.

    Anna Harðardóttir, Sigríður Inga Oddsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir viku af fundi kl. 9:00.

    Gylfi Gunnarsson kom til fundar.
  9. Skólabyrjun Tónlistarskóla Seltjarnarness.
    Gylfi Gunnarsson, skólastjóri, greindi frá skólabyrjun í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

    Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 9:15
  10. Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi, -málsnr. 2011010069
    Skólanefnd samþykkti umsóknina að uppfylltum öllum skilyrðum er kveður á um í reglum um starfsleyfi dagforeldra.

    Davíð Scheving vék af fundi á meðan fjallað var um málið.
  11. Skólastefna Seltjarnarnesbæjar.
    Skólanefnd fjallaði um næstu skref í vinnuferlinu.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:25

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Halldór Árnason (sign)

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?