Fara í efni

Skólanefnd

29. júlí 2011

Fundargerð 241. (64) fundar skólanefndar Seltjarnarness

241. (64) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 29. júní 2011, kl. 08:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir skólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Guðrún Tinna Ólafsdóttir fulltrúi foreldra v. Leikskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnnskóla Seltjarnarness, Erla Gísladóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi.

Fundi stýrði: Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

  1. Beiðni um skammtímaleyfi – Grunnskóli -málsnr. 2011020086
    Skólanefnd samþykkir umsóknina.
  2. Bréf vegna niðurlagningar stöðu kennara í grunnskóla - málsnr. 2011050036
    Formaður skólanefndar gerði grein fyrir afgreiðslu erindisins.

    (Davíð S. vék af fundi á meðan á afgreiðslu málsins stóð)
  3. Bréf frá ADHD samtökunum -málsnr. 2011060021
    Lagt fram til kynningar.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir, Kristjana Hrafnsdóttir og Erla Gísladóttir viku af fundi kl. 8:15.
    Gylfi Gunnarsson kom til fundar.
  4. Gjaldskrá Tónslistarskóla Seltjarnarness 2011-2012 -málsnr. 2011050016
    Skólanefnd staðfesti gjaldskrá Tónslistarskóla Seltjarnarness 2011-2012, sem samþykkt var á fundi Fjárhags og launanefndar 21. júní sl.
  5. a) Beiðni um námsvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags -málsnr. 2010020033
    Skólanefnd hafnar beiðninni með vísan til staðfestingar frá 233. (56) fundi nefndarinnar á samþykkt Fjárhags- og launanefndar frá fundi 28. júní 2010 varðandi reglur Seltjarnarnesbæjar um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags. Skólanefnd felur fræðslufulltrúa afgreiðslu erindisins.

    b) Beiðni um námsvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags -málsnr. 2010040016
    Skólanefnd vísar erindinu til Félagsmálaráðs Seltjarnarnesbæjar.
  6. Beiðni um styrk v. ferðar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Seltjarnaess -málsnr. 2011060042
    Skólanefnd samþykkir styrk til lúðrasveitarinnar að upphæð 70.000 kr.

    Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 8:25.

    Soffía Guðmundsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir komu til fundar.
  7. Leikskóli Seltjarnarness; inntaka barna og skólabyrjun í ágúst 2011.
    Soffía Guðmundsdóttir gerði grein fyrir stöðu mála.

    Soffía Guðmundsdóttir og Guðrún Tinna Ólafsdóttir viku af fundi kl. 8:50.
  8. Endurskoðun skólastefnu Seltjarnarnesbæjar.
    Skólanefnd samþykkir að senda þátttakendum á Skólaþingi og hagsmunaaðilum í skólasamfélaginu fyrirliggjandi drög að endurskoðaðri skólastefnu Seltjanarnesbæjar til umsagnar.
  9. Kynning á Vinaverkefni Skagafjarðar.
    Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 09:05.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Björg Fenger (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Halldór Árnason (sign)

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?