Fara í efni

Skólanefnd

18. maí 2011

240. (63) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 18. maí 2011, kl. 08:00 í fundarhebergi Mýrarhúsaskóla.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Sigurþóra Bergsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir skólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi leikskólakennara v. Leikskóla Seltjarnarness, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir, fulltrúi kennara v. Grunnnskóla Seltjarnarness, Erla Gísladóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Seltjarnarness og Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi.

Fundi stýrði: Sigrún Edda Jónsdóttir

Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson

Þetta gerðist:

  1. Viðmið vegna niðurlagningar starfa við Fræðslusvið Seltjarnarnesbæjar -málsnr. 2011050030
    Skólanefnd samþykkir viðmiðin.
  2. Gjaldskrá Tónlistarskóla Seltjarnarness 2011-2012
    Lögð fram til kynningar.

    Gylfi Gunnarsson vék af fundi kl. 8:35.
  3. Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi -málsnr. 2011010069
    Skólanefnd samþykkir umsóknina að uppfylltum öllum skilyrðum er kveður á um í reglum um dagforeldra.
  4. Niðurskurður skólabókasafna -málsnr. 2011040042
    Bréf frá Röddum -samtökum um upplestur og vandaða framsögn var lagt fram til kynningar.

    Helga Kristín Gunnarsdóttir aðstoðarskólastjóri, Ólína Thoroddsen aðstoðarskólastjóri og Rannveig Óladóttir námsráðgjafi Grunnskóla Seltjarnaness komu á fund kl. 8:40.
  5. Kynning á niðurstöðum könnunarinnar „Viðhorf foreldra til grunnskólastarfs á Seltjarnarnesi“
    Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri kynnti niðurstöður.

    Kristjana Hrafnsdóttir vék af fundi kl. 8:50.
    Halldór Árnason vék af fundi kl. 9:05.
    Soffía Guðmundsdóttir og Sigríður Elsa Oddsdóttir viku af fundi kl. 9:20
  6. Svör við fyrirspurn Sigurþóru Bergsdóttur frá 239 (62) fundi skólanefndar -málsnr. 2011050028
    Rannveig Óladóttir námsráðgjafi og stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness svöruðu fyrirspurn.

    Rannveig Óladóttir vék af fundi kl. 9:45.
  7. Svör við fyrirspurn Davíðs Scheving frá 239 (62) fundi skólanefndar -málsnr. 2011050029
    Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri svaraði fyrirspurn.

    Guðlaug Sturlaugsdóttir, Erla Gísladóttir, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Ólína Thoroddsen viku af fundi kl. 9:55.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 10:00.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Björg Fenger (sign)

Davíð Birgisson Scheving (sign)

Halldór Árnason (sign)

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?