Fara í efni

Skólanefnd

21. fundur 01. febrúar 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Árni Ármann Árnason, Inga Hersteins-dóttir, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri Mánabrekku, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri , Ásdís Þorsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku og Guðbjörg Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks.

Gunnar Lúðvíksson tók að sé fundarritun.

Dagskrá:

1.   Ársskýrslur Mánabrekku og Sólbrekku lagðar fram til kynningar. Leikskólastjórar kynntu skýrslurnar og vöktu athygli á helstu uppeldisþáttum skólanna og sérstöðu þeirra, auk þeirra sérverkefna sem starfsfólk leikskólanna er að fást við. Umræður urðu um skýrslurnar og skólanefnd þakkaði fyrir greinagóðar skýrslur. (Fskj 14-15-99)

2.    Leikskólafulltrúi kynnti fyrirhugað námskeið í kennslufræði og áætlana-og námskrágerð fyrir leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjóra og leikskólafulltrúa í febrúar. Námskeiðið er haldið á Skólaskrifstofu Seltjarnarness.

3.    Leikskólafulltrúi kynnti framhald á Kjarnanámskeiði sem haldið var fyrir ófaglært starfsfólk leikskólanna.

4.    Ásdís Þorsteinsdóttir og Elín Guðjónsdóttir lögðu fram skýrslu og sögðu frá ráðstefnu um "Tölvur í leikskólum" í Helsingjaborg 17.-20. nóvember sl. Ráðstefnan var haldin á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar.(Fskj 16-99)

5.    Leikskólafulltrúi lagði fram tölulegar upplýsingar um biðlista og nýtingu leikskólanna. Fram kom að börn sem útskrifast úr leikskólunum á árinu eru 81 og 74 börn eru skráð á biðlista. (fskj 17-99)

6.    Umræður um reglugerð um starfsemi leikskóla. Skólanefnd telur að vinna eigi eftir reglugerðinni.

Önnur mál : Lagt fram til kynningar fyrsta fréttabréf Foreldrafélags Mánabrekku og vakin athygli á grein sem foreldri fatlaðs barns skrifar. Greinin heitir "Mamma hvað er að vera fatlaður"?

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:40.

Jónmundur Guðmarsson (sign).

Árni Á. Árnason (sign).

Inga Hersteinsdóttir (sign).

Gunnar Lúðvíksson (sign).

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign).



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?