Fara í efni

Skólanefnd

23. fundur 01. mars 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Árni Ármann Árnason, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla, Kristín Guðbrandsdóttir kennari Mýrarhúsaskóla, Marta María Oddsdóttir kennari Valhúsaskóla og Lísa Ingólfsdóttir fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla.

Dagskrá:

1.    Innritunarfyrirkomulag í Skólaskjóli. Skólanefnd samþykkir að vistunarsamningar verðir gerðir fyrir eina önn í senn og að lágmarkstímafjöldi sem hægt er að sækja um verði 5 tímar á viku.

2.    Skólanefnd samþykkir að tilnefna Gunnar Lúðvíksson sem fulltrúa nefndarinnar í sérstaka undirbúningsnefnd sem undirbúi og skipuleggi nýtingu og starfsemi í Fræðasetri Gróttu.

3.    Lagt fram bréf frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla þar sem óskað er eftir að settur verði á laggirnar starfshópur sem taki að sér að gera tillögur um skipulag skóladags með hléum og næðisstund sem og lengingu skólaársins með haust- og/eða vetrarfríum. Sömuleiðis er óskað eftir því að kannaður verði vilji foreldra og möguleikar skólans til að bjóða upp á skólamáltíðir á komandi skólaári. Skólanefnd samþykkir að stofnaður verði starfshópur sem taki að sér að gera tillögur að skipulagi skóladagsins. Skólanefnd samþykkir jafnframt að ganga frá skipulagi og framkvæmd vinnunnar á næsta fundi. (Fskj. 18-99)

4.    Hugmyndir um stofnun sérdeildar við Mýrarhúsaskóla reifaðar.

5.    Skólanefnd samþykkir að afgreiða tillögur og áætlanir skólanna og skóladagatal 19. apríl.

6.    Önnur mál:

a.    Könnun um tölvunotkun verður lögð fyrir kennara í Mýrarhúsaskóla þriðjudaginn 2. mars. (Fskj. 19-99)

b.    Nemendur í Valhúsaskóla munu kanna tölvunotkun nemenda skólans sem er samþætt verkefni í stærðfræði og tölvufræði.

c.    Lögð fram svarbréf frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla til foreldraráðs og foreldrafélags vegna opnun skólans að morgni og tímasetningu námsefniskynningar. (Fskj. 20-21-99)

d.    Skólanefnd minnir á að að Mýrarhúsaskóli geri nefndinni grein fyrir því til hvaða ráðstafana skólinn muni grípa vegna útkomu á samræmdum prófum í 4.-7. bekk.

e.    Formaður skólanefndar vakti athygli á GLOBE umhverfisverkefninu.

f.     Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Mýrarhúsaskóla vegna kláms í tölvu í skólanum. Skólanefnd mun tryggja að slíkt efni sé ekki aðgengilegt nemendum á kerfi skólans. Skólanefnd bendir foreldrum jafnframt á að hægt er að takmarka aðgang að slíku efni á Internetinu með einföldu forriti. Skólanefnd telur sig ekki geta tryggt að nemendur komi með slíkt efni í skólann. (Fskj.-22-99)

g.    Þátttaka nemenda í Námsveri Valhúsaskóla er ekki nægileg í erlendum málum og stærðfræði og verður það því fellt niður. Námsverið verður opið í íslensku enn um sinn.

h.    Lagt fram bréf frá Fjólu Höskuldsdóttur kennara í Mýrarhúsaskóla þar sem hún óskar eftir að formaður skólanefndar ávarpi gesti í upplestrarkeppni í 7. bekk. Formaður verður fúslega við erindinu. Jafnframt er óskað eftir að skólanefnd tilnefni einn af þremur dómurum keppninnar. (Fskj. 23-99)

i.     Lagt fram til kynningar bréf frá Ólafi B. Ólafssyni um samþætt verkefni í skóla árið 2000. (Fskj. 24-99)

j.     Lögð fram til kynningar dagskrá um stærðfræðidaga í Hafnarfirði á vegum Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. (Fskj. 25-99)

k.    Lögð fram bréf frá kennurum Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla varðandi fund með Fjárhags- og launanefnd og Skólanefnd 16. febrúar s.l. (Fskj. 26-99)

l.     Skólanefnd samþykkir samning milli Eiríks Arnar Arnarsonar og skólanefndar Seltjarnarness um rannsókn og gerð námsefnis fyrir unglinga. Grunnskólafulltrúa falið að undirrita samninginn fyrir hönd skólanefndar. (Fskj.-27-99)

m.  Lögð fram drög að verksamningi og kostnaðaráætlun við KHÍ vegna úttektar á skólastarfi á Seltjarnarnesi. (Fskj.-28-99)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:00

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Árni Á Árnason (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?