Fara í efni

Skólanefnd

24. fundur 15. mars 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Ármann Árnason frá skólanefnd og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi.

Dagskrá:

1.    Rætt um úthlutunarreglur og leiðbeiningar vegna umsókna í Þróunarsjóð. Skólanefnd hefur sérstakan áhuga á að styrkja verkefni í náttúrufræði og dönsku.

2.    Skólanefnd samþykkir viðmiðanir um úthlutun styrkja til starfsfólks grunnskóla. (Fskj. 29-99)

3.    Skólanefnd samþykkir að gera skriflegan samning við Jóhann Ásmundson um uppsetningu skólavefs fyrir grunnskóla Seltjarnarness. Skólanefnd felur formanni og grunnskólafulltrúa að gera við hann verksamning.

4.    Skólanefnd samþykkir að bjóða kennurum upp á námskeið um notkun skólavefs.

5.    Umræður um mótun starfsmannastefnu. Grunnskólafulltrúi og formaður skólanefndar halda áfram vinnu í framhaldi af hugarflugsvinnu nefndarinnar.

6.    Skólanefnd samþykkir að skoða aðra möguleika á úttekt á stjórnunar- og rekstrarþætti grunnskólanna.

7.    Lagt fram og kynnt bréf frá bæjarstjóra vegna launasamnings við kennara. (Fskj. 30-99)

8.    Lögð var fram og samþykkt eftirfarandi tillaga frá formanni um netföng og heimasvæði fyrir nemendur og kennara grunnskólanna, leikskólakennara og leiðbeinendur á Seltjarnarnesi:

Skólanefnd Seltjarnarness samþykkir að í tengslum við þróun á skólavef bæjarins verði öllum nemendum og kennurum Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla sem og leikskólakennurum, lagt til tölvupóstfang í tölvukerfi skólanna, sér að kostnaðarlausu. Einnig samþykkir skólanefnd að stefnt verði að því að sömu aðilar fái eigið heimasvæði á tölvukerfi bæjarins til afnota fyrir verkefni, námsgögn, upplýsingar um nám svo dæmi séu tekin. Þá ber að kanna möguleika þess að bjóða nemendum og kennurum upp á innhringiþjónustu gegn vægu gjaldi. Samþykkt þessi miðar að því að efla notkun tölva og upplýsingatækni í starfi grunn- og leikskóla Seltjarnarness og veita öllum nemendum jafnt sem kennurum tækifæri til þjálfunar á þessu mikilvæga sviði nútíma samskipta og vinnubragða.

Jónmundur Guðmarsson (sign)

9.    Önnur mál:

a.    Formaður tilkynnti að Sinfoníuhljómsveit íslands hafi orðið við þeim tilmælum að bjóða nemendum á Seltjarnarnesi á tónleika á hverju ári.

b.    Skólanefnd lýsir ánægju sinni með "Opinn dag" í Tónlistarskólanum og tónleikana í Íslensku Óperunni.

c.    Þóra Björk Guðmundsdóttir kennari við Valhúsaskóla segir stöðu sinni lausri frá og með 1. ágúst 1999.

d.    Lögð fram skýrsla frá Ásthildi Kristjánsdóttur, Kristínu Kristinsdóttur kennurum í Mýrarhúsaskóla og Mörtu Maríu Oddsdóttur kennara í Valhúsaskóla um námsferð vegna stærðfræðikennslu til Hollands s.l. vor. Skólanefnd þakkar góða skýrslu. (Fskj. 31-99)

e.    Lagt fram bréf frá SÍS þar sem tilkynnt er að hluti af því fjármagni sem ætlað er til endurmenntunar grunnskólakennara renni í sérstakan sjóð sem þeir aðilar sem standa fyrir endurmenntun grunnskólakennara, geta sótt um styrk í. (Fskj. 32-99)

f.     Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá foreldrum geðsjúkra barna um skort á skólaúrræði. (Fskj. 33-99)

g.    Lagt fram til kynningar bréf frá samtökunum KOMIÐ OG DANSIÐ þar sem fram koma upplýsingar um ráðstefnu sem samtökin standa fyrir. (Fskj. 34-99)

 

Fundi slitið kl. 19:45

Fundarritari Margrét Harðardóttir

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Árni Á Árnason (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?