Fara í efni

Skólanefnd

27. fundur 19. apríl 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Árni Ármann Árnason, Gunnar Lúðvíksson og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri, Marteinn M. Jóhannsson aðstoðarskólastjóri og Sigurlaug Jónsdóttir kennari frá Mýrarhúsaskóla,, Sigfús Grétarsson, Gísli Ellerup aðstoðarskólastjóri og Ólöf Siemsen frá Valhúsaskóla. Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi og Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur sátu fundinn undir málefnum leikskóla.

Dagskrá:

1.   Íslenski þroskalistinn kynntur. Skólanefnd samþykkir og mælir með að Íslenski þroskalistinn verði lagður fyrir börn í leikskólum bæjarins.

2.    Áætlun Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 1999-2000 lögð fram og kynnt.

3.    Áætlun Valhúsaskóla fyrir skólaárið 1999-2000 lögð fram og kynnt.

4.    Önnur mál:

a.    Lagt fram bréf frá Umferðarráði. (Fskj.35-99)

b.    Lögð fram og samþykkt uppsögn frá Ásgerði Geirarðsdóttur kennara í Mýrarhúsaskóla.

c.    Lagt fram bréf frá Önnu Þorsteinsdóttur kennara í Valhúsaskóla um framhald á launalausu leyfi.

d.    Lagt fram bréf frá hópi sérkennara um stofnun félags um rekstur sérskóla. (Fskj. 36-99)

e.    Lagt fram bréf frá RUM um rannsókn á einelti. (Fskj. 36-99)

f.     Lagt fram boð leikskóla til skólanefndar á uppskeruhátið á Mánabrekku og Sólbrekku.

g.    Lagðir fram úrskurði samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og KÍ/HÍK um orlof skólastjóra. (Fskj.-37-99)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:10.

Fundarritari var Gunnar Lúðvíksson

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Árni Á Árnason (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?