Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Petrea I Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd, Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi.
Dagskrá:
1. Skólanefnd samþykkir að Tónlistarskólinn bjóði upp á blokkflautukennslu næsta skólaár, fyrir alla sjö ára nemendur sem þess óska, gegn gjaldi.
2. Skólastjóri kynnti hugmynd að færanlegu sviði í sal skólans. Skólanefnd lýsir áhuga á að kanna þennan möguleika.
3. Önnur mál:
a. Lögð fram og samþykkt uppsögn frá Þórhildi Lárusdóttur kennara í Valhúsaskóla.
b. Lögð fram og samþykkt umsókn um launalaust leyfi frá Þóru Kristinsdóttur, kennara í Mýrarhúsaskóla.
c. Skólanefnd hafnar beiðni Önnu Þorsteinsdóttur kennara í Valhúsaskóla um launalaust leyfi þriðja skólaárið í röð.
d. Lögð fram umsókn um styrk frá Brynhildi Ásgeirsdóttur vegna náms í San Diego State University. Skólanefnd samþykkir að veita henni styrk að upphæð kr. 50.000,-.
e. Lögð fram umsókn frá Önnu Birnu Jóhannsdóttur um ferðastyrk vegna ferðar til Orkneyja, Skólanefnd synjar umsókninni, en veitir Önnu Birnu styrk til að greiða námskeiðsgjald í Endurmenntunarstofnun HÍ, að upphæð kr. 8.800,-.
f. Lögð fram umsókn frá Rúnu Gísladóttur um ferðastyrk vegna ferðar til Kína. Skólanefnd synjar umsókninni.
g. Lögð fram tillaga frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla um skipan í starfshóp um skólatíma og skólamáltíðir.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:00
Fundarritari var Margrét Harðardóttir
Jónmundur Guðmarsson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Petrea I. Jónsdóttir (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)