Fara í efni

Skólanefnd

33. fundur 01. júní 1999

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Petrea I. Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir frá skólanefnd og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi.

Dagskrá:

1.   Umræður um mál nemanda í Mýrarhúsaskóla

2.    Styrkveitingar:

a.    Skólanefnd samþykkir að Margrét Sigurgeirsdóttir, kennari í Mýrarhúsaskóla, fái leyfi á launum til að sækja staðbundnar lotur í námi í upplýsingatækni í KHÍ. Skólanefnd sér ekki fært að veita kennsluafslátt umfram það.

b.    Skólanefnd samþykkir að veita Ingibjörgu Ósk Jónsdóttur, kennara í Valhúsaskóla, styrk að upphæð kr. 40.000,- til að sækja námskeið um dönskukennslu í Danmörku.

c.    Lögð fram umsókn um viðbótarstyrk frá íslenskukennurum í Valhúsaskóla vegna þróunarverkefnisins: "Ritun í 8.-10. bekk". Samþykkt að veita þeim kr. 60.000,- samtals til viðbótar.

1.    Skólanefnd samþykkir að kanna forsendur fyrir rekstrarlegri aðgreiningu Skólaskjóls og Mýrarhúsaskóla.

2.    Önnur mál:

a) Lagt fram bréf frá Kennarasambandi Íslands þar sem óskað er eftir ýmsum upplýsingum vegna gildistöku, dreifingar, kynningar og undirbúnings vegna nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla. (Fskj.-46)

b) Lagðir fram þrír úrskurðir samstarfsnefnar Launanefndar sveitarfélaga og KÍ/HÍK

      i.         Úrskurður um sameiginlegan skilning aðila á rétti kennara að afloknu launalausu leyfi.

    ii.         Tillaga að röðun kennsluráðgjafa og sérkennslufulltrúa sem starfa á skólaskrifstofum sveitarfélaga.

 iii.         Samþykkt vegna sérdeildarnemenda sem kennt er í almennri bekkjardeild. (Fskj.-47)

c) Grunnskólafulltrúa falið að reikna út hlutfallstölur stofnana sem heyra undir skólanefnd á grundvelli fjárhagsramma bæjarstjórnar fyrir árið 2000.

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?