Fara í efni

Skólanefnd

46. fundur 18. október 1999

Fundinn sátu undir málefnum grunnskóla: Inga Hersteinsdóttir, Árni Ármann Árnason, Gunnar Lúðvíksson og Stefán Bergmann frá skólanefnd, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri, og Ólína Thoroddsen kennari frá Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla. Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Atli Árnason fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla.

 

Dagskrá:

 

1.     Skólastjóri Tónlistarskólans greindi frá endurbótum á sal skólans sem hann telur að hafi heppnast mjög vel.

2.     Tillaga að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans lögð fram.

3.     Skólastjóri greindi frá því að stöðugildi við skólann væru 11.97, auk forskólakennslu fyrir sex ára nemendur. Umsóknir um forskóla II (sjö ára nemdendur) voru lítið fleiri en s.l. ár. Greint var frá skiptingu nemenda á hljóðfæri. Nemendur skólans eru 218, auk sex ára nemenda í forskóla sem eru tæplega 90.

4.     Skólanámskrá Mýrarhúsaskóla lögð fram til umsagnar. Skólanefnd fjallar um málið á næsta vinnufundi.

5.     Námsvísir Valhúsaskóla lagður fram. Skólastjóri greindi frá því nýmæli að boðið var upp á námsefniskynningu fyrir foreldra allra nemenda í skólanum.

6.     Lögð fram endurskoðuð aðgerðaráætlun skólanna á Seltjarnarnesi gegn einelti og ofbeldi. Skólanefnd samþykkti aðgerðaráætlunina. Hún verður kynnt á fundi 26. október á málþingi sem haldið verður á vegum foreldraráðs og foreldrafélags. (Fskj. 66-99)

7.     Lögð fram tillaga starfshóps um færðslumál um Fræðasetur í Gróttu. Gerð var grein fyrir megintillögum starfshópsins. Skólanefnd óskar eftir nánari útlistun á starfinu og kostnaðaráætlun vegna ráðningu verkefnistjóra. (Fskj. 67-99)

8.     Óskað var eftir að úttekt á húsnæði/skipulagi grunnskólanna á Seltjarnarnesi verði tekin á dagskrá á næsta fundi.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:30

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Árni Á Árnason (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?