Fara í efni

Skólanefnd

54. fundur 31. janúar 2000

Fundinn sátu:, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir og Árni Ármann Árnason frá skólanefnd og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir og Ólína Thoroddsen frá Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson og Hafsteinn Óskarsson frá Valhúsaskóla og Atli Árnason fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla.

Dagskrá:

 

1.     Rætt um greinargerð RKHÍ "Hvernig er best að koma til móts við fjölgun nemenda á Seltjarnarnesi".

 

Skólanefnd samþykkti samhljóða eftirfarandi tillögu:

 

Skólanefnd leggur til að 7. bekkur verði færður í Valhússkóla í eitt ár til reynslu veturinn 2000-2001.

 

Skólastjórnendur Valhúsaskóla komi með mótaðar hugmyndir fyrir 29. febrúar, um hvernig þeir vilji haga skólastarfinu miðað við þessar breyttu forsendur.

 

Greinaragerð:

Að beiðni skólanefndar hefur Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands kannað hvernig best er að koma til móts við fjölgun nemenda á grunnskólaaldri á Seltjarnarnesi. Er þá tekið mið af hugsanlegri fjölgun um 80-120 nemendur samhliða uppbyggingu Hrólfskálamela. Skólanefnd er sammála um að vænlegasti kosturinn virðist vera að byggja við Valhúsaskóla og er þá litið bæði til faglegra og fjárhagslegra þátta. Til að undirbúa þá framkvæmd og jafnframt til að leysa fyrirsjáanlegan húsnæðisvanda Mýrarhúsaskóla hefur skólanefnd lagt til að flytja 7. bekk yfir í Valhúsaskóla á hausti komanda til reynslu.

 

Fulltrúi foreldra lagði fram eftirfarandi bókun:

       Ég tel í sjálfu sér ekki eins og staðan er í dag að komist sé hjá því að taka ákvörðun til reynslu í eitt ár að flytja 7. bekk næsta vetur í Valhúsaskóla, en legg áherslu á góðan undirbúning og samvinnu við foreldra. Jafnframt telur fulltrúi foreldraráðs það að velja stækkun Valhúsaskóla fram yfir frekari stækkun Mýrarhúsaskóla heppilegri lausn. Hins vegar tel ég mikilvægt að frekari umræða þurfi að eiga sér stað milli foreldra og skólanefndar áður en endanlega stefna er tekin, enda er málið til kynningar og umræðu á aðalfundi foreldraráðs í kvöld.

 

 

Önnur mál:

a)     Lagðar fram ályktanir sem samþykktar voru á landsþingi Landsamtakanna Þroskahjálpar 14.-16. október sl. (Fskj. 04-00)

b)     Skólastjóri Mýrarhúsaskóla vakti athygli á því hve erfitt er fá starfsfólk til starfa í Skólaskjólinu vegna lágra launa.

c)     Skólastjóri Valhúsaskóla fjallaði um mál nemenda við skólann.

d)     Trúnaðarmál - sjá trúnaðarmálabók mál 1.

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Árni Ármann Árnason (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Petrea I Jónsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20.00

Fundarritari var Margrét Harðardóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?