Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir og Árni Ármann Árnason frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi og Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans.
Dagskrá:
1. Málefni Tónlistarskólans
a) Rætt um forskólakennslu sex ára barna og blokkflautukennslu (forskóla) sjö ára barna.
b) Við skólann kenna 18 kennarar í 12.67% stöðugildum.
c) Ráðgert er að opið hús verði í Tónlistarskólanum 20. maí n.k.
d) Rætt um fyrirhugaða ferð Lúðrasveitarinnar til Þrándheims í Noregi 31. maí - 4. júní.
e) Skólastjóri talaði um að hann myndi senda beiðni um aukið starfshlutfall í skólanum fyrir endurskoðun fjárhagsáætlunar.
2. Önnur mál:
a) Lagðar fram skýrslur frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis vegna Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. (Fskj. 05-00)
b) Móttekið bréf frá Jóhanni Helgasyni og Þórhildi G. Egilsdóttur vegna viðveru í leikskóla. Málið verður tekið upp á næsta leikskólafundi. (Fskj. 06-00)
c) Lagt fram bréf til skólanefndar varðandi boð á Upplestrarkeppnina sem haldinn verður í Mýrarhúsaskóla fimmtudaginn 16. mars. Skólanefnd þakkar boðið og samþykkir að Gunnar Lúðvíksson formaður skólanefndar verði dómari í keppninni. (Fskj. 07-00)
d) Skólanefnd samþykkir að veita Guðlaugi Ásgeirssyni kennara í Mýrarhúsaskóla styrk að upphæð 10.200,- til að sækja endurmenntunarnámskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar H.Í.
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Árni Ármann Árnason (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Petrea I Jónsdóttir (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00
Fundarritari var Margrét Harðardóttir