Fara í efni

Skólanefnd

61. fundur 17. apríl 2000

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Ármann Árnason frá skólanefnd, og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla og Áslaug Ármannsdóttir fulltrúi kennara í Valhúsaskóla.

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir síðustu funda samþykktar.

 

1.    Áætlun Mýrarhúsaskóla lögð fram og kynnt.

2.    Áætlun Valhúsaskóla lögð fram og kynnt.

a)    Skólastjóri Valhúsaskóla óskar eftir stefnu skólanefndar í tölvumálum skólanna.

b)    Umræður urðu um ýmsar hliðarverkanir vegna flutnings 7. bekkjar.

3.    Umræðum um viðhorfskönnun Reksturs og ráðgjafar frestað vegna þess að fulltrúi kennara og fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla voru ekki á fundinum.

4.    Skólaskrifstofa Seltjarnarness ásamt grunnskólunum fékk úthlutaða styrki úr Endurmenntunarsjóði menntamálaráðuneytis til að halda eftirfarandi námskeið:

(Fskj. 10-00)

 

Námskeið í stærðfræði fyrir kennara 1.-3. bekkja

Námskeið í stærðfræði fyrir kennara 4.-7. bekkja

Námskeið í lífsleikni/heimspeki fyrir kennara á yngra stigi

 

Skólaskrifstofan fékk ennfremur styrk ásamt Skólaskrifstofum Garðabæjar og Mosfellsbæjar  til að halda námskeið í byrjendakennslu í ensku.

 

5.    Afgreiðslu máls vegna barns í leikskóla frestað.

6.    Önnur mál:

a)    Lagt fram til upplýsingar endurmat á kostnaði og tekjum vegna flutnings grunnskólans, ásamt fylgigögnum. (Fskj. 11-00)

b)    Lagt fram bréf frá skólastjóra Valhússkóla varðandi skólasókn nemanda í skólanum.

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Árni Ármann Árnason (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00

Fundarritari var Margrét Harðardóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?