Fara í efni

Skólanefnd

62. fundur 27. apríl 2000

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir og Árni Ármann Árnason frá skólanefnd, og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi.

Dagskrá:

1.   Eftirtaldir kennarar fengu styrk til að sækja námskeið erlendis:

 

Sigrún Baldvinsdóttir, Ásta Gísladóttir og Steinþór Þorsteinsson fengu styrk að upphæð kr. 40.000,- hvert til að sækja handverksnámskeið í Svíðþjóð í júní.

Guðlaugur Ásgeirsson fær styrk  að upphæð kr. 40.000,- til að sækja námskeið um samþættingu myndmenntar og annarra námsgreina í Danmörku í júní.

Guðbjörg Þórðardóttir, Fanney Snorradóttir, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Fjóla Höskuldsdóttir og Ólína Elín Thoroddsen  fá styrk að upphæð kr. 10.000,- til að sækja námskeið fyrir enskukennara í Swansea í Wales í júní og Ingibjörg Gísladóttir fær styrk að upphæð kr. 40.000,- til að sækja sama námskeið.

 

2.   Skólanefnd Seltjarnarness fjallaði um þann hluta stjórnsýslukæru, frá 23. mars 2000, er varðar formhliðina og kröfu um að nefndin víki sæti í málinu vegna vanhæfis. Skólanefnd úrskurðaði að hún væri hæf til að fara áfram með málið og mun því í framhaldinu snúa sér að efnishlið þess.

 

3. Önnur mál:

a)   Skólanefnd lýsir ánægju sinni með "Dag stærðfræðinnar" 27. september á alþjóðlegu ári stærðfræðinnar og samþykkir að veita Fleti- samtökum stærðfræðikennara styrk að upphæð kr. 40.000,- til þess að útbúa verkefni fyrir nemendur. (Fskj.12-00)

b)   Lögð fram viðhorfakönnun meðal nemenda í Valhúsaskóla frá KHÍ

c)    Lagt fram bréf frá foreldrum nemanda í Mýrarhúsaskóla.

Skólanefnd óskar eftir greinargerð frá skólastjóra um málið.

d) Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu um "Evrópska merkið" (Fskj. 13-00)

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Árni Ármann Árnason (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Petrea I Jónsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30

Fundarritari var Margrét Harðardóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?