Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir og Árni Ármann Árnason frá skólanefnd, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi og Margrét Ólafsdóttir sálfræðingur.
Dagskrá:
1. Skólanefnd samþykkir, að beiðni móður, að framlengja leikskóladvöl sonar hennar um eitt ár.
2. Lagðar fram umsóknir um styrki úr Þróunarsjóði grunnskóla Seltjarnarness.
Rannveig Ólafsdóttir Mýrarhúsaskóla, sækir um styrk til námsefnisgerðar "Blaðgræna" Saga samin fyrir yngstu börnin í grunnskólanum, með það fyrir augum að dýpka skilning þeirra á þeim breytingum sem verða í náttúrunni á haustin.
Guðjón I. Eiríksson Mýrarhúsaskóla, sækir um styrk til námsefnisgerðar "Vinnubók með Sjálfstæði Íslendinga" (Íslandssaga) sem kennd er í 6. bekk.
3. Eftirtaldir kennarar segja starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst 2000:
Guðfinna Emma Sveinsdóttir, kt. 310760-5959 kennari Mýarhúsaskóla
Hafsteinn Óskarsson, kt. 111259-2249 kennari Valhúsaskóla
Halla Guðmundsdóttir, kt. 210332-6509 kennari Valhúsaskóla
Lagðar fram umsóknir um leyfi annað árið í röð frá eftirtöldum kennurum:
Brynhildur Ásgeirsdóttir, kt. 051254-2369 kennari Mýrarhúsaskóla óskar eftir áframhaldandi námsleyfi til aðs tunda nám í enskukennslu fyrir byrjendur við San Diego State University. Skólanefnd samþykkir beiðnina.
Guðlaug Einarsdóttir kt. 210854-4529 kennari í Mýrarhúsaskóla óskar eftir áframhaldandi leyfi. Skólanefnd synjar leyfisbeiðninni.
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Árni Ármann Árnason (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Petrea I Jónsdóttir (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30
Fundarritari var Margrét Harðardóttir