233. (56) fundur skólanefndar var haldinn miðvikudaginn 1. september 2010, kl. 8:00 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir, Björg Fenger, Davíð Scheving, Halldór Árnason, Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness, Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness, Kristjana Hrafnsdóttir fulltrúi kennara, Erla Gísladóttir foreldrafélagi Grunnskóla Seltjarnarness, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness, Sigríður Elsa Oddsdóttir leikskólakennari, Bryndís Loftsdóttir foreldrafélagi Leikskóla Seltjarnarness, Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Dagskrá 233.(56) fundar skólanefndar sem haldinn verður í bæjarstjórnarsal
Þetta gerðist:
- Björg Fenger var valin varaformaður skólanefndar og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi ritari nefndarinnar.
GG kom inn á fund. - Í upphafi skólaárs. Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskóla Seltjarnarness sagði frá upphafi skólaárs og helstu verkefnum skólans.
- Gjaldskrá Tónlistarskóla Seltjarnarness. Skólanefnd staðfesti gjaldskrá Tónlistarskóla Seltjarnaness sem samþykkt var á 425. fundi fjárhags- og launanefndar 6. maí sl. Málsnúmer 2009120036.
- Reglur tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags. Skólanefnd staðfesti reglur um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags sem samþykkt var á 427. fundi fjárhags- og launanefndar 28. júní sl. Málsnúmer 2009080047.
GG vék af fundi.
GS, KH og EG komu inn á fund. - Upphaf skólaárs. Guðlaug Sturlaugsdóttir sagði frá upphafi skólaárs og helstu verkefnum sem framundan eru.
- Jafnréttis- og mannréttindastefna Grunnskóla Seltjarnarness. Skólanefnd staðfesti nýútkomna Jafnréttis- og mannréttindastefnu Grunnskóla Seltjarnarness. Málsnúmer 2010080059.
- Nýjar reglugerðir um: 1) Nemendur með sérþarfir í grunnskóla. Málsnúmer 2010080060 2) Sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Málsnúmer 2010080061. Lagðar fram til kynningar.
- Drög að Aðalnámskrá. Vísað til Grunnskóla til umsagnar. Málsnúmer 2010080062.
- Vegna doktorsverkefnis. Vísað til skólastjóra Grunnskóla til umsagnar. Málsnúmer 2010080063.
- Kostnaðaráhrif vegna nýrra laga á næsta skólaári. Þarf að skoðast sérstaklega við fjárhagsáætlunargerð. Málsnúmer 2010080064.
- Vegna ferðar til Lettlands. Skólanefnd samþykkir að greiða útlagðan kostnað þessa umfram daga og vísar erindinu til afgreiðslu fræðslu- og menningarfulltrúa. Málsnúmer 2010060034.
HS, SG, SEO komu inn á fund. - Skólaþing. Skólanefnd leggur til að stofnaður verði undirbúningshópur vegna skólaþings sem halda skal í haust með fulltrúum allra skólastofnana, skólaskrifstofu og skólanefndar. Er fræðslu- og menningarfulltrúa falið að kalla eftir fulltrúum stofnana í undirbúningshóp og hefja undirbúning. Málsnúmer 2010080065.
GS, EG og KH viku af fundi.
BL kom inn á fund. - Dvalartími barna í Leikskóla Seltjarnarness. Skólanefnd samþykkir að bjóða upp á hálftíma lengri dvalartíma fyrir börn 24 mánaða og eldri þ.e. frá 8,5 tímum upp í 9 tíma gegn 3000 kr. gjaldi, frá og með 1. október n.k. Málsnúmer 2009120047.
- Umsókn vegna viðbótartíma í tónlistarkennslu í Leikskóla Seltjarnarness. Samþykkt og vísað til fjárhags- og launanefndar. Málsnúmer 2010080045.
- Sumarskóli 5 ára barna. Leikskólafulltrúi sagði frá fyrirkomulagi sumarskóla 5 ára barna í ágúst s.l.. Skólanefnd lýsti yfir ánægju með sumarskólann og stefnir að því að starfrækja hann að ári. Málsnúmer 2010080053.
- Umsókn um sérkennslu leikskóla. Samþykkt og vísað til fjárhags- og launanefndar. Málsnúmer 2010060013.
BL, SEO, SG viku af fundi. - Umsókn um leyfi til að starfa sem dagforeldri. Skólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um að öll skilyrði séu uppfyllt skv. reglugerð um daggæslu í heimahúsum nr. 907/2005. Málsnúmer 2010020074.
- Heimsókn skólanefndar í skólastofnanir. Formanni var falið að koma með tillögur að tíma.
Fundi slitið kl. 10:25
EC
Fundargerðin var samþykkt rafrænt