Fara í efni

Skólanefnd

66. fundur 08. júní 2000

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Stefán Bergmann og Inga Hersteinsdóttir frá skólanefnd og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi

 

Dagskrá:

 

Fundargerð 65. fundar samþykkt.

 

1.   Rætt um stjórnsýslukæru vegna nemanda í Valhúsaskóla.

2.   Rætt um styrkumsókn frá Mýrarhúsaskóla vegna verkefnisins "Skólanámskrá í lífsleikni". Skólanefnd óskar eftir frekari gögnum.

3.   Skólanefnd samþykkir að styrkja eftirtalin þróunarverkefni:

Rannveig Oddsdóttir Mýrarhúsaskóla, "Blaðgræna" Náttúrufræði fyrir yngstu nemendurna kr. 80.000,-

Guðjón Ingi Eiríksson Mýrarhúsaskóla, Verkefnahefti í Íslandssögu fyrir 6. bekk kr. (80.000,- og auk þess kr. 50.000,-) í útlagðan kostnað.

 

4.   Önnur mál:

a) Lögð fram þriðja og síðasta áfangaskýrsla vegna úttektar Rannsóknarstofnunar KHÍ á Valhúsaskóla "Viðhorfskönnun meðal starfsfólks Valhúsaskóla".

a)   Lagt fram bréf frá Svandísi Bergmannsdóttur vegna greiðslu nemanda í vorferð. (Fskj.14-00)

b)   Lögð fram og samþykkt uppsögn frá Þóru Kristinsdóttur kt. 140650-2699, kennara í Mýrarhúsaskóla.

c)    Lagðar fram upplýsingar um dag íslenskrar tungu sem haldinn verður 16. nóvember og um málþing sem haldið verður í KHÍ 14. október 2000. (Fskj. 15-00 og 16-00)

d)   Skólanefnd fjallaði um umsóknir vegna skólavistar í einkaskólum.

e)   Rammi vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001 lagður fram. (Fskj. 17-00)

 

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

 

 

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:15

Fundarritari var Margrét Harðardóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?