Fara í efni

Skólanefnd

68. fundur 22. júní 2000

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir Inga Hersteinsdóttir og Petrea I Jónsdóttir frá skólanefnd, og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla, Halldóra Þórunn Matthíasdóttir fulltrúi kennara í Valhúsaskóla og Ástríður Nielsen fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla.

 

Dagskrá:

 

1.    Áætlanir skólanna

a)    Valhúsaskóli:

i)               Skólanefnd leggur til að ráðinn verði deildarstjóri í 50% starf að skólanum og að kennsluskylda aðstoðarskólastjóra verði felld niður.

ii)             Skólanefnd leggur til að ráðið verði í 100% starf tölvufagstjóra.

iii)            Skólanefnd samþykkir að heildarkennslumagn í Valhúsaskóla fyrir skólaárið 2000-2001 verði 673 stundir, þar af sérkennsla 102 stundir og bókasafn 28 stundir. Auk þess verði ráðinn stuðningsfulltrúi í 75% starf.

 

b)    Mýrarhúsaskóli:

i)               Skólanefnd leggur til að ráðinn verði deildarstjóri í 100% starf að skólanum.

ii)             Skólanefnd leggur til að ráðið verði í 100% starf tölvufagstjóra.

iii)            Skólanefnd samþykkir að heildarkennslumagn í Mýrarhúsaskóla fyrir skólaárið 2000-2001 verði 1070 stundir, þar af sérkennsla 128 stundir, kennsla á bókasafni 25 stundir og föst forföll 14 stundir. Auk þess eru stöðugildi stuðningsfulltrúa 2.25. Önnur vinna í klukkustundum 40 stundir.

 

Skólastjórar grunnskólanna fagna þessum viðbótarstöðugildum.

 

2.    Önnur mál:

a)    Ársskýrsla frá námsráðgjafa fyrir skólaárið 1999-2000 lögð fram. (Fskj. 20-00)

b)    Reglugerð um skólareglur í grunnskólum lögð fram. (Fskj. 21-00)

c)    Lögð fram fyrirspurn frá umboðsmanni barna varðandi næringu barna í grunnskólum Seltjarnarness. Grunnskólafulltrúa falið að svara erindinu. (Fskj. 22-00)

d)    Lagt fram minnisblað ásamt fylgigögnum frá Rekstri og ráðgjöf. Um er að ræða lokaskil á þessum hluta verkefnisins. (Fskj. 23-00)

e)    Lagt fram bréf frá kennurum Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla þar sem þeir þakka stuðning bæjarins vegna vorferðar sem farin var 2. júní 2000. (Fskj. 24-00)

f)      Lagt fram bréf vegna vorfundar atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni þar sem hvatt er til að grunnskólanemendur vinni verkefni um framtíðarsýn á byggðarlag sitt. (Fskj. 25-00)

g)    Lögð var fram úttekt frá nefnd foreldra um skólalóð Mýrarhúsaskóla. (Fskj.-26-00)

h)    Lögð fram  Lokaskýrsla (drög) vegna úttektar RKHÍ á Valhúsaskóla. Skýrslan verður lögð fram í endanlegri útgáfu í ágúst nk eftir að kennarar skólans hafa lesið hana yfir.

i)      Lagt fram bréf frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla þar sem óskað er eftir að ráða iðjuþjálfa í hlutastarf að skólanum.

j)      Rætt um merkingar skólanna og merki fyrir þá (logo).

k)    Skólanefnd lýsir ánægju sinni með einstaklega glæsilega afmælissýningu í Mýrarhúsaskóla í maí sl.  Gestir voru milli 700 og 800.

l)      Skólastjórar grunnskólanna lýsa ánægju sinni með afmælisgjafirnar frá bæjarstjórn.

m)  Starfsmannamál:

i)               Lögð fram og samþykkt uppsögn frá Guðlaugu Einarsdóttur kennara í Mýrarhúsaskóla.

ii)             Hildigunnur Hilmarsdóttir íþróttakennari Mýrarhúsaskóla óskar eftir launalausu leyfi næsta skólaár. Skólanefnd samþykkir beiðnina.

iii)            Nanna Hlíf Ingvadóttir tónmenntakennari Mýrarhúsaskóla óskar eftir launalausu námsleyfi næsta skólaár. Skólanefnd samþykkir beiðnina.

iv)            Eftirtaldir starfsmenn hafa verið ráðnir að Mýrarhúsaskóla:

 

Júlíanna Gústafsdóttir grunnskólakennari, kt. 100974-5099

Eva Þórey Haraldsdóttir íþróttakennari, kt. 300454-3059

Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari, kt. 080640-2349

Laufey Hafsteinsdóttir leiðbeinandi (þroskaþjálfi), kt. 130361-4639

 

n)    Skólastjóri Valhúsaskóla upplýsti skólanefnd um stöðu mála varðandi verklegar framkvæmdir við skólann. Skólastjóri óskar eftir að ráðinn verði eftirlitsmaður frá Línuhönnum vegna utanhússframkvæmda. Skólastjóri benti á að nauðsynlegt væri að gerð yrði verkáætlun vegna innanhússframkvæmda og að ráðinn verði starfsmaður til að bera ábyrgð á að hún yrði haldin. Skólastjóri fagnaði veglegum og tímabærum endurbótum til verkgreinakennslu.

o)    Fulltrúi kennara Valhúsaskóla spurði hvort áætlun um endurnýjun húsgagna fyrir 8.-10. bekk stæðist ekki vegna þess að núverandi húsgöng eru ekki boðleg.

 

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Petrea I Jónsdóttir (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 20:05

Fundarritari var Margrét Harðardóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?