Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi.
Dagskrá:
Formaður skólanefndar bauð Lúðvík Hjalta Jónsson forstöðumann fræðslu- og menningarsviðs velkominn til starfa.
1. Málefni nemanda í Valhúsaskóla:
a) Lagt fram bréf frá menntamálaðuneytinu dags. 31. ágúst vegna málefnis nemanda í Valhúsaskóla.
b) Lagt fram bréf frá skólastjóra Valhúsaskóla vegna skólagöngu nemanda í Valhúsaskóla.
c) Skólanefnd og grunnskólafulltrúi svöruðu sameiginlega bréfi frá móður nemanda í Valhúsaskóla dags. 28. júní sl. sbr. bréf skólanefndar dags. 12. júlí sl.
2. Önnur mál:
a) Lagt fram afrit af bréfi til bæjarstjórnar Seltjarnarness frá Landssamtökunum Þroskahjálp, dags. 24. ágúst sl.
b) Lögð fram umsókn um ferðastyrk frá Önnu Birnu Jóhannesdóttur kennara í Mýrarhúsaskóla vegna ferðar á Vínlandsslóðir Leifs Eiríkssonar. Skólanefnd hafnar umsókninni.
c) Skólanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði allt að eitt stöðugildi við grunnskólana vegna starfsrækslu möttökudeildar fyrir sex nýbúa sem innritaðir voru í skólana í ágúst sl.
d) Lögð fram tillaga frá Gylfa Gunnarssyni skólastjóra Tónlistarskólans um 7% hækkun á gjaldskrá Tónlistarskóla Seltjarnarness. Skólanefnd samþykkir hækkunina.
Gjaldskráin verður sem hér segir:
Hljóðf. fullt nám: 38,100
Hljóf. með undirleik: 57,700
Hljóðf. hálft nám: 26,900
Söngur: 57,700
Söngur hálft nám: 34,800
Forskóli: 20,500
e) Lögð fram til kynningar fyrstu verkefni Sigurlínar Sveinbjarnardóttur í tengslum við Fræðasetur í Gróttu.
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Petrea I. Jónsdóttir (sign)
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:50
Fundarritari var Margrét Harðardóttir