Fara í efni

Skólanefnd

73. fundur 28. september 2000

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Árni Ármann Árnason, Hrefna Kristmannsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi.

Dagskrá:

1.      Úrskurður menntamálaráðuneytis vegna málefnis nemanda í Valhúsaskóla, dags 25. september 2000, lagður fram til kynningar. Ákveðið að senda afrit af úrskurðinum til barnaverndarnefndar.

2.      Óskir leik- og grunnskóla um  ný og breytt stöðugildi:

a)      Skólanefnd vísar til fyrri samþykktar sinnar varðandi nýbúakennslu.

b)      Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti 50% stöðugildi atferlisþjálfara til tveggja mánaða í Leikskólanum Sólbrekku.

c)      Skólanefnd frestar afgreiðslu á lið 3.

d)      Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti ráðningu iðjuþjálfa að Skólaskrifstofu í 60% stöðugildi. Iðjuþjálfi starfi jöfnum höndum með börnum í leik- og grunnskóla.

e)      Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti stækkun á stöðuhlutfalli í mötuneyti kennara  í Valhúsaskóla úr 75% stöðu í 1/1 stöðu samkvæmt kjarasamningi við Eflingu og aukningu á launalið vegna starfsmanns í mötuneyti nemenda. Ennfremur samþykkir skólanefnd fyrir sitt leyti 1/1 viðbótarstöðugildi í gangavörslu og ræstingu.

3.      Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning við Einar Áskelsson um gæðastarf í Mýrarhúsaskóla.

4.      Þuríður G. Sigurðardóttir kennari í Tónlistarskólanum segir stöðu sinni lausri frá 1. október 2000.

5.      Skólanefnd samþykkir að úthluta Leiksólanum Mánabrekku kr. 190.000,- til að vinna að þróunarverkefninu: "Tónlist fyrir alla, börn konur og karla".

  Árni Ármann Árnason (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)

Hrefna Kristmannsdóttir (sign)

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:50

Fundarritari var Margrét Harðardóttir



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?