Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs og Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi. Marteinn M. Jóhannsson aðstoðarskólastjóri Mýrarhúsaskóla, Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans, Sigfús Grétarsson skólastjóri Valhúsaskóla, Helga Kristín Gunnarsdóttir deildarstjóri fulltrúi kennara og Ástríður Nielsen fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla.
Dagskrá:
1. Skólabyrjun:
a) Valhúsaskóli:
i) Í Valhúsaskóla eru 293 nemendur. Skólastarf fór vel af stað og er góður andi meðal kennara og nemenda.
ii) Skólinn átti í þó nokkrum erfiðleikum með að ráða kennara, en tekist hefur að ráða í allar stöður.
iii) Í lok september var haldið fjölmennt foreldranámskeið fyrir foreldra nemenda í 7. og 8. bekk þar sem Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur fjallaði um unglingsárin. Skólastjóri Valhúsahúsa fjallaði um skipulag og breytingar á skólastarfi Valhúsaskóla.
iv) Danskir nemendur sem gistu í Selinu heimsóttu skólann í upphafi skólaárs og einnig tók skólinn á móti 25 svissneskum nemendum og kennurum þeirra og munu Svisslendingarnir endurgjalda gestrisnina í apríl nk.
Skólanefnd lýsir ánægju sinni með það hve allir starfsmenn Valhúsaskóla hafa unnið metnaðarfullt starf við undirbúning og móttöku nemenda 7. bekkjar í skólann.
b) Mýrarhúsaskóli:
i) Skólastarf hófst með stærðfræðinámskeiðum og námskeiði í kennslu á Ritþjálfa.
ii) Í skólanum eru nú 471 nemandi, kennarar eru 47 og aðrir starfsmenn 18.
iii) Ágætlega gekk að ráða kennara og er góður andi meðal starfsmanna.
iv) Með flutningi 7. bekkjar í Valhúsaskóla hefur nemendum fækkað töluvert og hefur það létt á skólastarfinu.
v) Allir nemendur í skólanum fá nú danskennslu eina stund á viku og fer sú kennsla fram í fjölnotasalnum alls 25 stundir á viku. Að öðru leyti er salurinn notaður til æfinga fyrir bekkjarskemmtanir og aðrar uppákomur.
vi) Þátttaka í foreldranámskeiði fyrir foreldra sex ára barna og annarra nýrra nemenda var góð og voru foreldrar almennt mjög ánægðir með námskeiðið.
vii) Í vetur eru 35 nemendur skráðir í Námsver, en það er næstum 100% aukning frá sl. skólaári. (Fskj. 27-00)
viii) Skólinn keypti stórt og veglegt píanó fyrir afmælisgjöfina frá Seltjarnarnesbæ, en afmæli skólans var 30. september sl.
ix) Lagðar voru fram upplýsingar um fjölda nemenda í Skólaskjóli, en hann er mjög svipaður og sl. ár. (Fskj. 28-00)
x) Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að fella niður kennsluskyldu á aðstoðarskólastjóra Mýrarhúsaskóla.
Degi stærðfræðinnar voru gerð góð skil í báðum skólunum og á skólinn fjölda ljósmynda af verkefnum nemenda.
Rætt var um hvort sérgreinakennarar gætu sett upplýsingar um námsefni og kennslu inn á heimasíðu skólanna. Rætt var um möguleika og tengingar við www.skolatorg.is.
c) Tónlistarskólinn
i) Skólastjóri Tónlistarskólans greindi frá hve gott samstarf skólinn á við leik- og grunnskóla.
ii) Nemendur í skólanum eru 251 og kennarar 21. Auk þeirra nemenda sem að framan er getið eru öll fjögurra og fimm ára leikskólabörn í Tónlistarskólanum og allir sex ára nemendur í grunnskólanum eru í forskóla Tónlistarskólans. Nokkur fjölgun nemenda er í forskóla 2 þ.e. 7 ára nemendur.
iii) Framkvæmdum við breytingar á húsnæði Tónlistarskóla og bókasafns er að ljúka.
Skólanefnd óskar eftir að Mýrarhúsaskóli geri samning við fyrirtæki vegna kaupa á matarpökkum fyrir nemendur skólans og reyni að nýta þau stöðugildi sem þegar eru samþykkt í skólanum. Málið verður tekið upp á næsta fundi skólanefndar.
2. Önnur mál:
a) Lagt fram bréf frá foreldrum barns í leikskólanum.
b) Lögð fram styrkumsókn frá kennurum í Mýrarhúsaskóla vegna námskeiðs á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ.
c) Eftirfarandi lagt fram til kynningar (Fskj. 29-00)
i) Skýrslur vegna námsferðar kennara í Mýrarhúsaskóla sl. sumar.
ii) Verkefni kennara í Mýrarhúsaskóla, styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla Seltjarnarness.
iii) Ársskýrslur námsráðgjafa og sálfræðings.
iv) Reglugerðir nr. 270/200 um skólareglur nr. 414/2000, nr. 415/2000 um samræmd próf.
v) Upplýsingar frá menntamálaráðuneyti um tóbaksvarnarfræðslu í grunnskólum og málþing um lesskimun og lestrarörðugleika. Vefslóð: www.mrn.stjr.is
vi) Upplýsingar um íþróttakennslu í grunnskólum
vii) Úrskurður frá menntamálaráðuneyti vegna gjaldtöku vegna þemadaga og Þingvallaferðar í Mýrarhúsaskóla
viii) Gjaldskrá nokkurra Tónlistarskóla.
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Petrea I. Jónsdóttir (sign)
Hrefna Kristmannsdóttir (sign)
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:15
Fundarritari var Margrét Harðardóttir