232. (55) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 12. maí 2010, kl. 8:15 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Þórisson, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla, Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, fulltrúi kennara Grunnskóla, Erla Gísladóttir, fulltrúi foreldra Grunnskóla, Soffía Guðmundsdóttir skólastjóri leikskóla, Sigríður Elsa Oddsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Anna Erlingsdóttir fulltrúi foreldra leikskóla, Ellen Calmon, fræðslu- og menningarfulltrúi, Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt. Þetta gerðist:
- Suzukikennsla í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Málsnúmer 2010030101. Rædd tillaga um að Tónlistarskóli Seltjarnarness taki upp kennslu í anda hugmyndafræði Suzuki. Skólanefnd beinir því til skólastjóra að hann skoði hvort slíkt sé unnt með tilliti til fjárhagsramma, faglegs starfs og starfsmannahalds skólans.
- Söngkennsla á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2010050021. Lagt fyrir erindi um styrk til reksturs söngskóla á Seltjarnarnesi. Skólanefnd telur ekki unnt að verða við erindinu.
Gylfi Gunnarsson vék af fundi og Guðlaug Sturlaugsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Erla Gísladóttir komu á fund kl. 08:35. - Skýrsla um samræmd könnunarpróf haustið 2009. Málsnúmer 2010040005. Lagt fram til kynningar.
- Mat á árangri í forvarnarvinnu sveitarfélaga á Íslandi. Málsnúmer 2010050022. Lagt fram til kynningar.
- Skýrsla um lengda viðveru. Málsnúmer 2010050023. Lagt fram til kynningar.
- Erindi vegna samskiptamála í Grunnskóla. Málsnúmer 2010020076. Samþykkt samhljóða að fela skólaskrifstofu og skólastjóra að svara erindinu. Einnig beinir nefndin þeim tilmælum til bæjarstjórnar að fyrirmæli verði send til nefnda, embættismanna og kjörinna fulltrúa um viðbrögð við málum sem þessum.
- Úthlutunarlíkan - lokaútgáfa. Málsnúmer 2010020112. Samþykkt samhljóða og vísað til fjárhags- og launanefndar.
Guðlaug Sturlaugsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Erla Gísladóttir viku af fundi og Soffía Guðmundsdóttir, Sigríður Elsa Oddsdóttir, Anna Erlingsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir komu á fund kl. 9:20. - Fundir leikskólastjóra. Málsnúmer 2009090047. Fundargerðir 7., 8. og 9. fundar lagðar fram til kynningar.
- Sameining leikskólanna fundargerðir. Málsnúmer 2010010042. Lagðar fram til kynningar.
- Beiðni um fjölgun starfsmannafunda vegna sameiningar. Málsnúmer 2010010042. Skólanefnd samþykkir samhljóða að óska eftir við fjárhags- og launanefnd að veitt verði fé til að halda tvo starfsmannafundi og tvo fagfundi.
- Beiðni um styrk vegna leiksýningar. Málsnúmer 2010040014. Skólanefnd samþykkir samhljóða umbeðinn styrk.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:40.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Jón Þórisson (sign)
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)
Guðrún B. Vilhjálmsdóttir (sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)