Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi og Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans. Grunnskólafulltrúi og skólastjóri Tónlistarskólans viku af fundi kl. 17:50.
Eftirtaldir fulltrúar leikskólans mættu kl. 17:50: Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri, Anna Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri, Guðbjörg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og fulltrúi starfsfólks, Halla Bachman fulltrúi foreldra og Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi
Dagskrá: Málefni Tónlistarskólans og leikskólans.
1. Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans lögð fram og rædd.
2. Skólanefnd felur grunnskólafulltrúa að svara kennurum Valhúsaskóla varðandi fyrirspurn þeirra um foreldradag.
3. Skólanefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
Síðustu misseri hefur verið rætt um það í skólanefnd að fella niður kennslu í söng við Tónlistarskóla Seltjarnaness og var fyrirhugað að kennslan félli niður frá og með næsta skólaári. Söngkennari við skólann sagði hins vegar upp starfi sínu í september og hætti. Vegna þessa ákveður skólanefnd að söngkennslu verði hætt frá og með 1. október 2000. Ástæða þessa er að skólanefnd telur ekki rétt að halda úti dýrri söngkennslu og niðurgreiða tómstundir þegar söngkennsla er ekki í aðalnámskrá tónlistarskóla. Bent er á tónlistarskóla sem sérhæfa sig í söngkennslu eins og Söngskólann í Reykjavík o fl.
4. Fjárhagsáætlun leikskólanna lögð fram og rædd.
5. Lögð fram erindi frá leikskólastjórum varðandi námskeið starfsfólks (Fskj. 29-00) og símenntun stjórnenda (Fskj. 30-00).
6. Önnur mál:
a) Lagðar fram upplýsingar frá Hagstofunni um fjölda barna á leikskólaaldri sem búsett eru á Seltjarnarnesi.
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Petrea I. Jónsdóttir (sign)
Hrefna Kristmannsdóttir (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00
Fundarritari var Margrét Harðardóttir og Petrea I. Jónsdóttir