Fara í efni

Skólanefnd

79. fundur 29. nóvember 2000

Dagskrá:

Grunnskóli:

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi og Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla.  

1.      Skólastjóri Mýrarhúsaskóla kynnti stöðu mála í skólanum.

Leikskóli:

Fundinn sátu ofangreindir, auk eftirtalinna:

Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri Mánabrekku, Guðbjörg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Mánabrekku, fulltrúi starfsmanna. Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Sólbrekku, Anna Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku, Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur í leikskólunum, Ingibjörg Jónsdóttir þroskaþjálfi, Berglind Brynjólfsdóttir skólasálfræðingur, Anna María Gunnarsdóttir talmeinafræðingur og Svana Helen Björnsdóttir fulltrúi foreldra.

2.    Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi greindi frá vinnureglum um sérfræðiþjónustu í leikskólum Seltjarnarness (Fskj.-34-00)

3.    Íslenski þroskalistinn: Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur rifjaði upp uppbyggingu á skimun með Íslenska þroskalistanum og Ingibjörg  Jónsdóttir þroskaþjálfi sagði frá niðurstöðum  á skimun sem gerð var í september 2000.  Margrét greindi frá til hvaða úrræða væri        gripið í kjölfar skimunar með Íslenska þroskalistanum. Anna María talmeinafræðingur sagði frá sínu starfi í leikskólum Seltjarnarness. Markviss talþjálfun er á síðasta ári í leikskóla.  Regína Höskulsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla hróasaði leikskólanum fyrir markviss vinnubrögð og lýsti ánægju með að fá vel unna greiningu með börnum með þroskafrávik. Samfella starfsins milli leik- og grunnskóla væri mikilvæg og hvatti hún til að þetta starf héldi áfram. Margrét Sigmarsdóttir og aðrir sérfræðingar leikskólans lögðu áherslu á að bæjarfélagið mótaði ákveðna stefnu varðandi skimun á þroska leikskólabarna.

4.   Námskrá leikskóla. Frestað til næsta fundar.

5.   Leikskólafulltrúi lagði fram upplýsingar um fjölda barna og aldurskiptingu í leikskólum bæjarins (fskj.34)

6.   Lögð var fram og samþykkt styrkbeiðni fyrir Regínu Höskuldsdóttur skólastjóra Mýrarhúsasskóla að upphæð kr. 40.000,- til að sækja ráðstefnu í Lundi í Svíþjóð 7.-9. desember 2000.

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Hrefna Kristmundsdóttir (sign)

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00

Fundarritari var Margrét Harðardóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?