Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Hrefna Kristmannsdóttir og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Margrét Harðardóttir grunnskólafulltrúi og Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans undir málefnum Tónlistarskóla.
Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri Mánabrekku, Guðbjörg Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Mánabrekku og fulltrúi starfsmanna. Anna Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku og Svana Helen Björnsdóttir fulltrúi foreldra.
Dagskrá:
1. Málefni Tónlistarskólans
a) Fram kom að biðlisti er enginn í Tónlistarskólanum. Nemendur í skólanum eru 243, auk allra nemenda í 1. bekk grunnskólans.
b) Nemendur í forskóla II eru nú 40 og hafa aldrei verið fleiri.
c) Lagðar fram upplýsingar um fjölda nemenda og skiptingu þeirra eftir aldri og hljóðfæri. (Fskj. 06-01)
d) Opið hús var á degi tónlistarskólanna þann 24. febrúar sl. Nemendur spiluðu m.a. í fyrirtækjum og stofnunum í bænum.
e) Skólanefnd óskar eftir upplýsingum vegna bréfs frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis sem var framsent til byggingarfulltrúa.
Grunnskólafulltrúi og skólastjóri Tónlistarskólans viku af fundi kl. 17:40.
2. Málefni leikskólans
- Lagt fram erindi frá leikskólastjórum þar sem óskað er eftir að leikrými á leikskólunum verði endurmælt. Erindinu vísað til skólaskrifstofu til úrvinnslu. (Fskj. 07-01)
- Rætt um stefnumótun og starfshlutfall deildarstjóra í kjölfar nýrra kjarasamninga. Erindinu fylgt úr hlaði með bréfi frá Kristjönu og Lúðvík. Fundarmenn samþykkja bréfið. (Fskj. 08-01)
- Leikskólafulltrúi og leikskólastjórar kynntu Aðalnámskrá leikskóla og vinnu leikskólana við skólanámskrá. Leikskólarnir vinna að sameiginlegri handbók fyrir starfsfólk um ytri ramma starfseminnar. Lögð fram og kynnt drög að handbókinni. Skólanámskrá verður unnin fyrir hvorn skóla fyrir sig og verður hún endurskoðuð árlega. Áætlað er að koma á bæði innra og ytra mati á starfsemi leikskólanna. Kynnt var matskerfi. (Eckers)
- Samþykkt hefur verið að starfsfólk leikskólanna fari í námsferð til Danmerkur dagana 19.-22. apríl nk. og heimsæki vinabæ Seltjarnarness í Herlev og skoði þar m.a. leikskóla. Siðan verða skoðaðir leikskólar í Kaupmannahöfn. Seltjarnarnesbær styrkir námsferðina um kr. 600.000,-.
- Leikskólafulltrúi lagði fram samanburð á gjaldskrá leikskóla í nágrannasveitarfélögunum og á Akureyri.
6. a) Önnur mál
Formaður skólanefndar lagði fram drög að teikningu af viðbyggingu við Valhúsaskóla.
b) Fulltrúi foreldra leikskólanna bar upp þá tillögu að báðir leikskólarnir ættu fulltrúa á skólanefndarfundum þegar rætt væri um málefni leikskóla. Tillaga verður tekin fyrir á vinnufundi skólanefndar.
c) Formaður skólanefndar gerði grein fyrir því að nýgerðir kjarasamningar leikskólakennara þýddu þó nokkra kostnaðaraukningu fyrir bæjarfélagið sem gæti leitt til hækkunar á leikskólagjöldum.
Fundi slitið kl. 19:20
Fundarritar: Margrét Harðardóttir og Hrefna Kristmannsdóttir
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Petrea I. Jónsdóttir (sign)
Hrefna Kristmannsdóttir (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)