Fara í efni

Skólanefnd

86. fundur 24. apríl 2001

Fundinn sátu: Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Petrea I. Jónsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Margrét Harðardóttir  grunnskólafulltrúi, Regína Höskuldsdóttir skólastjóri Mýrarhúsaskóla, Marteinn M. Jóhannsson aðstoðarskólastjóri Mýrarhúsaskóla,  Ólína Thoroddsen fulltrúi kennara í Mýrarhúsaskóla, Ástríður Nielsen fulltrúi foreldra í Mýrarhúsaskóla, Sigfús Grétarsson skólastjóri í Valhúsaskóla, Gísli Ellerup aðstoðarskólastjóri Valhúsaskóla og Helga Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi kennara í Valhúsaskóla.

Dagskrá:

1.      Áætlanir grunnskólanna um kennslumagn fyrir næsta skólaár.

a)      Skólastjóri Mýrarhúsaskóla lagði fram og kynnti áætlun skólans fyrir næsta skólaár.

b)     Skólastjóri Valhúsaskóla lagði fram og kynnti áætlun skólans fyrir næsta skólaár.

2.      Skóladagatöl grunnskólanna fyrir næsta skólaár lögð fram og kynnt.

3.      Önnur mál:

a)     Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu þar sem minnt er á “Evrópskan tungumáladag” sem haldinn verður í 26. september nk. (fskj. 18-01)

b)     Lagt fram afrit af bréfi frá kennararáði Mýrarhúsaskóla til bæjarstjórnar dagsett 30. mars sl. vegna aðalskipulags á Hrólfskálamel. (fskj. 19-01)

c)      Lagt fram bréf frá skólastjóra Valhúsaskóla, námsráðgjafa og kennara nýbúa þar sem óskað er eftir að nemandi í 10. bekk, sem er af erlendu bergi brotinn  og flutti til landsins sl sumar fái að stunda nám í mótttökudeild í Austurbæjarskóla næsta skólaár til þess að hann nái betri tökum á íslensku áður en hann fer í framhaldsskóla. (fskj. 20-01)

d)     Lagt fram bréf frá Marteini M. Jóhannsyni aðstoðarskólastjóra í Mýrarhúsaskóla þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í 6 mánuði vegna námsleyfis. Skólanefnd samþykkir erindið. (fskj. 21-01a)

e)      Lagt fram bréf frá skólastjóra Mýrarhúsaskóla þar sem hún mælir með að Ólína Thoroddsen kennari leysi aðstoðarskólastjóra af í námsleyfinu. Skólanefnd samþykkir erindið. (fskj. 21-01b)

f)       Lagt fram bréf frá Margréti Harðardóttur grunnskólafulltrúa þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum í 16 mánuði vegna námsleyfis. Skólanefnd samþykkir erindið. (fskj. 22-01)

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)

Petrea I. Jónsdóttir (sign)

Jónmundur Guðmarsson (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?