Fara í efni

Skólanefnd

90. fundur 19. júní 2001

Fundinn sátu: Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Hrefna Kristmannsdóttir frá skólanefnd, Lúðvík Hjalti Jónsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Margrét Harðardóttir  grunnskólafulltrúi og Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans undir málefnum Tónlistarskólans. Kristjana Stefánsdóttir leikskólafulltrúi, Dagrún Ársælsdóttir leikskólastjóri Mánabrekku, Gubjörg Jónsdóttir aðstoðarleikstjóri Mánabrekku og fulltrúi starfsfólks, Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri Sólbrekku, Anna Stefánsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Sólbrekku, Margrét Sigmarsdóttir sálfræðingur, Ingibjörg Jónsdóttir þroskaþjálfi og Svana Helen Björnsdóttir fulltrúi foreldra ásamt skólanefnd og forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs undir málefnum leikskólans.

Dagskrá:

1.      Málefni Tónlistarskólans

a)      Skólastjóri Tónlistarskólans leggur fram tillögu að gjaldskrá skólans fyrir næsta skólaár.  Um er að ræða 10% hækkun    á liðum 1-3 og 20% hækkun á lið 4.

      20% afsl.      40% afsl.

1. Hljóðfæri fullt nám            kr. 41.900,-            kr.   8.400,-            kr. 16.800,-

2. Hljóðfæri með undirleik            kr. 63.500,-            kr. 12.700,-            kr. 25.400,-

3. Hljóðfæri hálft nám            kr. 29.600,-            kr.   6.000,-            kr. 11.800,-

4. Forskóli            kr. 24.000,-            kr.   4.800,-            kr.  9.600,-

 

b)     Skólastjóri vakti athygli á hugsanlegri fjölgun nemenda í skólanum vegna fjölgunar nemenda í forskóla. Flestir nemendur eru innritaðir í hljóðfæranám að forskóla loknum. Skólanefnd álítur að ef til vill þurfi að bregðast við tímabundið með auknu tímamagni.

 

2.      Málefni leikskólans

a)   Sálfræðingur og þorskaþjálfi leikskólans lögðu fram og gerðu grein fyrir vinnureglum sérfræðiteymis leikskólanna. Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með hvernig leikskólarnir standa að sérfræðiþjónustu og telja hana til fyrirmyndar.

b)   Gerð var grein fyrir náms- og kynnisferð starfsmanna leikskólanna til Danmerkur sem farin var í apríl sl. Lögð var fram mappa til varðveislu á skólaskrifstofu með gögnum frá ferðinni og greinargerð.

c)   Skýrsla um þróunarverkefnið “Skapandi notkun tölvu í leikskóla”  lögð fram. Leikskólarnir hlutu styrk frá menntamálaráðuenytinu til að vinna að verkefninu. Stefnt er að því að afhenda menntamálaráðherra skýrsluna með formlegri móttöku í ágúst nk.

d)   Gerð var grein fyrir stöðu mála varðandi innritun barna fyrir næsta vetur.  Miðað við stöðuna í dag lítur út fyrir að umframeftirspurn sé eftir tilteknum tímum dagsins á meðan önnur dagvistarúrræði eru ekki fullnýtt.  Allar líkur eru til þess að hægt verði að bjóða foreldrum allra umsækjenda einhvers konar vistunarúrræði.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:35

Fundarritari var Margrét Harðardóttir

 

Jónmundur Guðmarsson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Hrefna Kristmannsdóttir (sign)
Inga Hersteinsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?