Efni fundarins:
|
|
Framkvæmdaraðili: Skólanefnd |
Fundur nr. : |
92 |
|
Fundarstjóri: Gunnar Lúðvíksson |
Fundarritari: ÓJS |
||
Staður: Valhúsaskóli |
|||
Þátttakendur: Gunnar Lúðvíksson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Óskar J. Sandholt, Regína Höskuldsdóttir, Fjóla Höskuldsdóttir, Ástríður Nielsen, Sigfús Grétarsson, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir. |
Dagsetning : |
13.09.2001 |
|
Frá kl. : |
17:00 |
||
Til kl. : |
19:00 |
||
Næsti fundur: |
Óákveðið |
||
Tími : |
|
||
Staður: |
|
||
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður: |
Ábyrgur: |
Verklok: |
1. a. RH flutti stutta skýrslu um skólabyrjun. b. SG flutti stutta skýrslu um skólabyrjun. c. Í framhaldi af máli RH lagði fundarstjóri fram bréf frá íþróttafulltrúa Seltjarnarness (fylgiskjal 92-1) sem fjallar um vandamál vegna lengingar skóladags í Mýrarhúsaskóla. LHJ leitaði skýringa á hvers vegna það hefði verið hætt við að láta alla bekki byrja á sama tíma eins og kynnt hafði verið í vor. RH sagði að hætt hafi verið við vegna þrýstings frá foreldraráði. Vægast sagt mjög skiptar skoðanir á þessu máli. SH vill fá að vita hversu mörg börn þetta varðar. Grunnskólafulltrúa falið að fá að vita hjá Hauki Geirmundssyni hversu mörg börn málið varðar. d. ÞHM vakti athygli á að brunavarnir eru mjög slæmar í Valhúsaskóla þar sem búið er að loka svölum uppi þannig að engar brunaútgönguleiðir eru þar. Öryggisfulltrúinn bendir á að talað sé við arkitekt um málið og síðan eldvarnareftirlit. SG falið að tala við arkitekt og ákveða aðgerðir í framhaldi af því. |
ÓJS
SG |
|
2. Engar athugasemdir voru gerðar við skýrslu sálfræðings (fylgiskjal 92-2) en nefnt að gott væri að skólanefnd hitti hann einu sinni á ári. |
|
|
3. Engar athugasemdir við skýrslu námsráðgjafa (fylgiskjal 92-3). |
|
|
4. Nokkrar umræður um gildi endur- og símenntunar og hvernig verkalýðsfélög standa að málum. Grunnskólafulltrúa falið að semja drög að vinnureglum varðandi fjarveru vegna náms. |
ÓJS |
|
5. Endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2001 með ramma fyrir 2002 dreift (fylgiskjal 92-4) og skýrt frá að skólar, leikskólar og lúðrasveit ættu að vera búin að skila fjárhagsáætlun næsta árs fyrir 5. október. LHJ tilkynnir viðkomandi um frestinn. |
LHJ |
|
6. Bréf frá leikskólanum Mánabrekku lagt fram varðandi fjölda barna á deild vegna fatlaðs nemenda(fylgiskjal 92-5). Umræður um að erfitt sé að verða við óskum leikskólakennara í málinu. Lagt fram bréf frá Dagrúnu Ársælsdóttur og Soffíu Guðmundsdóttur (fylgiskjal 92-6) er varðar leikskólafulltrúa. Rætt um að erfitt sé að ráða í afleysingu þar sem ekki er ljóst hvenær leikskólafulltrúi kemur úr veikindaleyfi. LHJ falið að svara bréfinu varðandi leikskólafulltrúa. |
LHJ |
|
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Inga Hersteinsdóttir (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)
Petrea I. Jónsdóttir (sign.)