Efni fundarins: 1. Átaksvikan „Börnin ganga í skólann“ 2. Tilraunaverkefni um skólamáltíðir fyrir nemendur í Mýrarhúsaskóla 3. Tillaga um að gert verði ráð fyrir kostnaði við mötuneyti Mýrarhúsaskóla á næsta fjárhagsári 4. Önnur mál 5. Eiríkur Örn Arnarson og Margrét Ólafsdóttir sálfræðingar 6. Tillaga um byggingu leikskóla |
Framkvæmdaraðili: Skólanefnd |
Fundur nr. : |
95 |
|
Fundarstjóri: Jónmundur Guðmarsson |
Fundarritari: Óskar J. Sandholt |
||
Staður: Valhúsaskóli |
|||
Þátttakendur: Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Óskar J. Sandholt, Regína Höskuldsdóttir, Ólína Thoroddsen, Ástríður Nielsen, Sigfús Grétarsson, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir, Kristján Davíðsson. |
Dagsetning : |
01.10.01 |
|
Frá kl. : |
17:00 |
||
Til kl. : |
20:00 |
||
Næsti fundur: |
Óákveðið |
||
Tími : |
|
||
Staður: |
|
||
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður: |
Ábyrgur: |
Verklok: |
1. Skipulagsnefnd sendi skólum og Slysavarnarfélaginu bréf þar sem hvatt var til þess að vika sem var á dagskrá síðast liðið vor yrði endurtekin nú í haust og helst gerð að árvissum viðburði. Átaksvikan snýst um að minnka umferð við skólana og fá foreldra til að láta börnin ganga í skólann. Samþykkt var að fela skólaskrifstofu að annast skipulagningu vikunnar. |
LHJ/ÓJS |
okt. – nóv. |
2. JG kynnti tillögu skólanefndar um tilraunaverkefni um skólamáltíðir í Mýrarhúsaskóla (fylgiskjal 95-1). Lagt var til að skipuð yrði fjögurra manna nefnd er ynni að verkefninu og sæi til þess að það hæfist strax upp úr áramótum. Breytingartillaga kom frá SH um að nefndin yrði fimm manna og var það samþykkt. Nefndin skal vera þannig skipuð: 1 aðili frá skólanefnd, 1 aðili frá foreldrum, 2 aðilar frá Mýrarhúsaskóla og 1 aðili frá skólaskrifstofu. Samþykkt samhljóða. |
|
|
|
|
|
4. a. SH vakti athygli á að umsjónarmaður Gróttu væri að láta af störfum frá og með 01.11.01 og hún hefði upplýsingar um að ekki ætti að ráða í stöðuna strax. Vildi hún fá skýringu á hvers vegna skólanefnd hefði ekki vitað af þessu og hvaða rök væru fyrir þessari ákvörðun. SG og RH hörmuðu brotthvarf starfsmanns og óskuðu eftir að bókað yrði að skólanefnd sæi til þess að ráðið yrði í stað núverandi starfsmanns. GL spurðist fyrir um nýtingu skólanna á fræðasetrinu og kom þar fram að skólarnir hafa nýtt sér þetta í haust en það tekur tíma að koma þessu inn í skipulag. Samþykkt að JG grennslist fyrir um málið og hvers vegna ekki á að ráða í stöðuna. b. RH dreifði ritinu „Skólinn okkar“ (fylgiskjal 95-3). Einnig lagði hún fram skólanámsskrár í lífsleikni og náttúrufræði (fylgiskjal 95-4), en skólanefnd mun veita umsögn um þær. c. SG dreifði skólanámskrá Valhúsaskóla og greindi frá því að hún væri í stanslausri endurskoðun og nýjungar myndu verða birtar á heimasíðu skólans (fylgiskjal 95-5). d. RH lagði fram bréf þar sem útskýrt er hvernig hún hyggst ráða stuðningsfulltrúa í 2x75% starf nú þegar (fylgiskjal 95-6). e. JG spurði skólastjóra hvernig fjárhagsáætlunargerð liði og var tjáð að hún væri á byrjunarstigi í báðum skólum. |
JG |
|
5. Eiríkur Örn Arnarson og Margrét Ólafsdóttir kynntu rannsóknarverkefni og námskeið varðandi þunglyndi unglinga og forvarnir gegn því (fylgiskjal 95-7). JG óskaði eftir formlegri umsókn frá þeim um útfærslu á þessu fyrir Seltjarnarnes, þannig að hægt sé að halda áfram með verkefnið nú þegar. |
|
|
6. JG kynnti tillögu meirihluta skólanefndar um að hafinn verði undirbúningur að fjölgun leikskólaplássa á Seltjarnarnesi með nýbyggingu eða viðbyggingu (fylgiskal 95-8). Samþykkt samhljóða að vísa til bæjarstjórnar. |
|
|
Jónmundur Guðmarsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Inga Hersteinsdóttir (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)
Petrea I. Jónsdóttir (sign.)