FUNDARGERÐ |
|
Efni fundarins: 1. Skýrsla Ingvars Sigurgeirssonar um Valhúsaskóla. 2. Önnur mál. |
Framkvæmdaraðili: Skólanefnd |
Fundur nr. : |
99 |
|
Fundarstjóri: Jónmundur Guðmarsson |
Fundarritari: Óskar J. Sandholt |
||
Staður: Skólaskrifstofa |
|||
Þátttakendur: Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Óskar J. Sandholt, Sigfús Grétarsson, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Kristján Þ. Davíðsson. Ingvar Sigurgeirsson kom sem gestur og kynnti skýrsluna. |
Dagsetning : |
17.01.2002 |
|
Frá kl. : |
17:00 |
||
Til kl. : |
19:00 |
||
Næsti fundur: |
04.02.2002 |
||
Tími : |
17:00 |
||
Staður: |
Mýrarh.sk. |
||
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður: |
Ábyrgur: |
Verklok: |
1. Skýrsla Ingvars Sigurgeirssonar: Ingvar kynnti skýrsluna (fylgiskjal 1) og svaraði fyrirspurnum frá þátttakendum. Almenn ánægja kom fram hjá öllum fundarmönnum með framvindu mála í Valhúsaskóla. |
|
|
2. Önnur mál: a. KÞD lagði fram fundargerð foreldraráðs Valhúsaskóla frá 15. janúar 2002 þar sem fram koma áherslur foreldraráðs hvað varðar skólastarf (fylgiskjal 2). b. Styrkumsókn: Skólanefnd fjallaði um umsókn frá 18.12.2001 (fylgiskjal 3) og samþykkti að veita 50.000 kr. styrk sem komi til viðbótar þeim styrkjum er umsækjandi fær annars staðar frá. c. Starf iðjuþjálfa á skólaskrifstofu: LHJ lagði fram greinargerð um starf iðjuþjálfa á skólaskrifstofu Seltjarnarness (fylgiskjal 4) og óskaði eftir að heyra afstöðu skólanefndar um áframhaldandi störf iðjuþjálfans. Skólanefnd styður að iðjuþjálfi haldi áfram störfum. Samþykkt að skrifa heilsugæslunni bréf og óska eftir áframhaldandi samstarfi. d. Erindi frá Hilmari S. Sigurðssyni frá 7.12.2001 um tónlistarkennslu í leikskólum bæjarins (fylgiskjal 5). Erindið var tekið fyrir og skólanefnd vill staðfesta þann skilning að tónlistarkennslan fari fram með sama hætti á öllum leikskólum bæjarins. |
LHJ
|
|
Jónmundur Guðmarsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Inga Hersteinsdóttir (sign.)
Petrea I. Jónsdóttir (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)