Fara í efni

Skólanefnd

101. fundur 06. mars 2002

FUNDARGERÐ

Efni fundarins:
Frá kl. 17:00-17:30 - Málefni tónlistarskólans:
1. Prófdæming í tónlistarskóla Seltjarnarness.
2. Önnur mál.

Frá kl. 17:30-18:00 - Málefni leikskóla:
3. Tillögur að innritunarreglum og dvalarsamningi.   
4. Bréf frá foreldri, dags. 16.02.2002 um framlengingu á leikskóladvöl.
5. Önnur mál

Frá kl. 18:00-18:30 - Málefni grunnskóla:
6. Bréf frá grunnskólafulltrúa, dags.15.02.2002 um viðbótarkennslustundir.
7. Bréf frá grunnskólafulltrúa, dags. 25.02.2002 um viðbótarfjármagn vegna gæslu í skólaskjóli.
8. Önnur mál.

Frá kl. 18:30-19:00 - Skólanefnd:
9. Tillaga skólaskrifstofu um árlegan Gróttudag í apríl, opið hús í fræðasetri.
10. Áherslur þróunarsjóðs.
11. Verkefni vegna umferðarviku.
12. Umsókn í þróunarsjóð, dags. 22.02.2002.
13. Umsókn í endurmenntunarsjóð, dags. 18.02.2002.
14. För á norrænu skólamálaráðstefnuna í Bergen.
15. Önnur mál.

 

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

101

Fundarstjóri:  Gunnar Lúðvíksson

Fundarritari:  Óskar J. Sandholt

Staður: Skólaskrifstofa

Þátttakendur: 

Skólanefnd: Gunnar Lúðvíksson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir. Jónmundur Guðmarsson var fjarverandi og mætti Þór Tómasson í hans stað. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson, Óskar J. Sandholt, Hrafnhildur Sigurðardóttir. Grunnskólar: Regína Höskuldsdóttir, Ólína Thoroddsen, Stefán Pétursson boðaði forföll. Tónlistarskóli: Gylfi Gunnarsson. Leikskólar: Dagrún Ársælsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir.

Dagsetning :

06.03.2002

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

20:25

Næsti fundur:

17.04.2002

Tími :

17:00

Staður:

 

       

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.        Prófdæming í tónlistarskóla Seltjarnarness.
GL setti fundinn og bauð GG að taka til máls. GG reifaði aðdraganda og framkvæmd prófanefndar tónlistarskóla (fylgiskjal 101-1). Stefnt er að því að prófa samkvæmt kerfinu vorið 2003. Skólanefnd fagnar þessu framtaki og þætti GG og Kristínar Stefánsdóttur við undirbúning og framkvæmd þess.

 

 

2.        Önnur mál.
GG fór í stuttu máli yfir starf skólans það sem af er skólaársins. Árið hefur verið óvenjulegt vegna verkfalls tónlistarskólakennara á haustönn. GG áréttaði að skv. nýgerðum kjarasamningi er gert ráð fyrir lengingu skólaársins og þarf skólanefnd að taka afstöðu til þess hvort lenging komi til framkvæmda á komandi hausti eða haustið 2003.

 

 

3.        Tillögur að innritunarreglum og dvalarsamningi.
HS kynnti drög að nýjum innritunarreglum (fylgiskjal 101-2). Samþykkt með orðalagsbreytingum. Dvalarsamningur (fylgiskjal 101-3) samþykktur með orðalagsbreytingum.

 

 

4.        Bréf frá foreldri, dags. 16.02.2002 um framlengingu á leikskóladvöl.
GL lagði bréfið fram (fylgiskjal 101-4). Skólanefnd óskaði eftir formlegri greinargerð frá leikskólafulltrúa og leikskólastjóra.

 

 

5.        Önnur mál.

a.        GL upplýsti um að 73 börn fara af leikskóla í haust en í staðin koma 42, haustið 2003 fara 66 börn út og 52 koma í staðinn (fylgiskjal 101-5). Með þessu ætti að myndast svigrúm til að kanna hvort loka eigi Lerkilundi.

b.       Spurt var um sumarlokanir leikskóla. Búið er að ákveða óbreytt fyrirkomulag. Verður endurskoðað fyrir sumarið 2003.

 

 

6.        Bréf frá grunnskólafulltrúa, dags.15.02.2002 um viðbótarkennslustundir.
ÓJS lagði bréfið fram (fylgiskjal 101-6) sem lausn á vandamáli varðandi úthlutun úr skólastjórapotti. Bréfið samþykkt og því vísað til fjárhags- og launanefndar.

 

 

7.        Bréf frá grunnskólafulltrúa, dags. 25.02.2002 um viðbótarfjármagn vegna gæslu í skólaskjóli.

Bréfið lagt fram (fylgiskjal 101-7) og samþykkt. Jafnframt er óskað eftir að fengnar verði skýrar línur varðandi hlut félagsmálaráðs í tilvikum sem þessu. Óskað verður eftir að félagsmálaráð komi að þessu máli.

 

 

8.        Önnur mál.

a.        Spurt eftir hvernig gengi með enskukennslu í fjórða bekk og hvort ástæða væri til að færa byrjunaraldur neðar.

b.       Spurt var um hvort kennd væri framsögn í lífsleiknikennslu skólans. Upplýst að svo væri.

c.        Spurt var um hvort sérstök kennsla í námstækni væri fyrir hendi í skólanum. Upplýst var að svo væri.

 

 

9.        Tillaga skólaskrifstofu um árlegan Gróttudag í apríl, opið hús í fræðasetri.
HS kynnti tillöguna og lýsti hvernig gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði. Skólanefnd lýsti ánægju sinni með hugmyndina.

 

 

10.     Áherslur þróunarsjóðs.
Liðnum frestað til næsta fundar.

 

 

11.     Verkefni vegna umferðarviku.
ÓJS kynnti hugmynd að verkefni varðandi umferðarviku. Frestað.

 

 

12.     Umsókn í þróunarsjóð.
Umsókn, dags. 22.02.2002, lögð fram (fylgiskjal 101-8) og samþykkt samhljóða.

 

ÓJS

 

13.     Umsókn í endurmenntunarsjóð.
Umsókn, dags. 18.02.2002, lögð fram (fylgiskjal 101-9) og samþykkt að styrkja ¼ af 85% hluta umsóknarinnar.

 

LHJ

 

14.     Norræna skólamálaráðstefnan í Bergen.
Umsókn afgreidd milli funda.

 

 

15.     Önnur mál.
Engin önnur mál lágu fyrir.

 

 

Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Inga Hersteinsdóttir (sign.)
Petrea I. Jónsdóttir (sign.)
Þór Tómasson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?