FUNDARGERÐ |
|
Efni fundarins: 1. Málefni Tónlistarskóla. |
Framkvæmdaraðili: Skólanefnd |
Fundur nr. : |
102 |
|
Fundarstjóri: Jónmundur Guðmarsson |
Fundarritari: Óskar J. Sandholt |
||
Staður: Skólaskrifstofa |
|||
Þátttakendur: Skólanefnd: Jónmundur Guðmarsson, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Petrea I. Jónsdóttir, Inga Hersteinsdóttir boðaði forföll og mætti Hrefna Kristmannsdóttir í hennar stað. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson, Óskar J. Sandholt, Hrafnhildur Sigurðardóttir. Tónlistarskóli: Gylfi Gunnarsson. |
Dagsetning : |
03.04.2002 |
|
Frá kl. : |
17:00 |
||
Til kl. : |
20:10 |
||
Næsti fundur: |
17.04.2002 |
||
Tími : |
17:00 |
||
Staður: |
|
||
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður: |
Ábyrgur: |
Verklok: |
1. Málefni Tónlistarskóla. a. GG kynnti ákvæði um frestun á lengingu skólaárs tónlistarskóla um eitt ár, eins og heimilt er skv. síðasta kjarasamningi. Hann lagði til að Seltjarnarnesbær nýti sér ekki þessa heimild (fylgiskjal 102-1). Samþykkt að skólaskrifstofa og GG taki saman kostnað og ávinning og leggi fyrir næsta skólanefndarfund til afgreiðslu. b. GG vakti máls á grein 1.3.4 í kjarasamningnum þar sem kveður á um símenntun tónlistarskólakennara. c. GG hreyfði við því að ef breytingar yrðu á nýtingu húsnæðis bókasafnsins þá gæti tónlistarskólinn nýtt aukið húsnæði. d. GG minnti á að enn lekur þak yfir kennarastofu. Þetta vakti undrun skólanefndar og var grunnskólafulltrúa falið að kanna ástæður fyrir því að ekki er búið að laga þakið. |
LHJ
ÓJS |
|
2. Nýjar reglur um selda tíma á leikskólum bæjarins. |
|
|
3. Framtíð Lerkilundar. |
|
|
4. Byggingarframkvæmdir við Valhúsaskóla. |
|
|
5. Áherslur þróunarsjóðs grunnskóla - afgreiðslu frestað á síðasta fundi. |
|
|
6. Verkefni vegna umferðarviku - afgreiðslu frestað á síðasta fundi. |
|
|
7. Drög að skóladagatali 2002 - 2003. |
|
|
8. Skólaþróun. a. LHJ kynnti hugmynd að gerð stærðfræðistofu við Mýrarhúsaskóla. Samþykkt að veita styrk til þess að hrinda verkefninu í framkvæmd. Verkefnið verði samstarfsverkefni skólaskrifstofu og skólans. b. Lögð fram umsókn frá kennara í Valhúsaskóla um styrk vegna hönnunar og smíði rafræns greiðslukerfis (fylgiskjal 102-5). Skólanefnd þykir umsóknin mjög jákvæð. Í framhaldi af umræðum mun formaður kynna sér málið og leggja fyrir næsta fund. |
ÓJS
|
|
9. Umsókn í þróunarsjóð. |
ÓJS |
|
10. Önnur mál. a. Tekin fyrir tillaga frá Valhúsaskóla um að skipuð verði nefnd til undirbúnings umsóknar Valhúsaskóla að verða UT skóli (fylgiskjal 102-7). Skólanefnd fagnar frumkvæðinu og samþykkir tillöguna samhljóða. b. Lögð fram umsókn, dags. 03.04.02, um farareyri á ráðstefnu í Boston (fylgiskjal 102-8). Skólanefnd samþykkir að senda einn fulltrúa og telur eðlilegt að skólastjóri Mýrarhúsaskóla fari. |
|
|
Jónmundur Guðmarsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Petrea I. Jónsdóttir (sign.)
Hrefna Kristmannsdóttir (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)