Fara í efni

Skólanefnd

113. fundur 06. nóvember 2002

FUNDARGERÐ

  Málefni grunnskóla:

1. Tilnefning varaformanns og ritara skólanefndar

2. Verkefnið Hugur og heilsa

3. Áhættugreining - umfjöllun um skýrslu er lögð var fram á 106. fundi

4. Bréf frá foreldrafélögum og -ráðum grunnskólanna

5. Bréf frá heilsugæslu vegna iðjuþjálfa

6. Bréf frá menntamálaráðuneyti

7. Önnur mál

    a. Bréf frá grunnskólafulltrúa í námsleyfi

 

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

113 (8)

Fundarstjóri:  Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari:  ÓJS

Staður: Bæjarskrifstofa

Þátttakendur: 

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson, Margrét Ólafsdóttir og Óskar J. Sandholt. Fulltrúar skólanna: Sigfús Grétarsson, Regína Höskuldsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Valborg Birgisdóttir. Fulltrúi foreldra: Stefán Pétursson.

Dagsetning :

06.11.2002

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

19:00

Næsti fundur:

20.11.2002

Tími :

17:00

Staður:

Óákveðið

         

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.        Tilnefning varaformanns og ritara skólanefndar:

Lagt til að Gunnar Lúðvíksson verði varaformaður skólanefndar og að grunnskólafulltrúi sjái um ritun fundargerða. Samþykkt samhljóða.

 

 

2.        Verkefnið Hugur og heilsa:

MÓ fjallaði um verkefnið og svaraði spurningum fundarmanna varðandi verkefnið. Samþykkt að halda áfram þátttöku í verkefninu.

 

 

3.        Áhættugreining - umfjöllun um skýrslu er lögð var fram á 106. fundi:

Rætt um stöðuna í grunnskólum. Skólastjórar fóru yfir ástand og áætlanir hvor í sinni stofnun.

 

 

  1. Bréf frá foreldrafélögum og -ráðum grunnskólanna:
    Lagt fram bréf dags. 23.10.2002 (fylgiskjal 113-1). Samþykkt að fella úr gildi fyrri ákvörðun skólanefndar og gefa foreldrafulltrúum beggja grunnskóla kost á að sitja fundi skólanefndar er fjalla um málefni grunnskóla.

 

 

5.        Bréf frá heilsugæslu vegna iðjuþjálfa:
Lagt fram bréf (fylgiskjal 113-2) þar sem fram kemur að heilsugæslan mun ekki taka þátt í kostnaði við launagreiðslur iðjuþjálfa. Samþykkt að skólaskrifstofa  skrifi fjárhags- og launanefnd vegna málsins.

Skólaskr.

 

6.        Bréf frá menntamálaráðuneyti:
Lagt fram svar ráðuneytis, dags. 25.10.2002 (fylgiskjal 113-3), við fyrirspurn skólaskrifstofu dags. 26.09.2002, þar sem spurt er um fyrirhögun náms þeirra nemenda er ljúka samræmdum prófum í 9. bekk.

 

 

7.        Önnur mál:

a.        Bréf frá grunnskólafulltrúa í námsleyfi:
Lagt fram bréf, dags. 18.10.2002 (fylgiskjal 113-4), þar sem óskað er eftir styrk til greiðslu námsgjalda. Erindinu hafnað.

Skólaskr.

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Lárus B. Lárusson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?