Fara í efni

Skólanefnd

114. fundur 20. nóvember 2002

FUNDARGERÐ

  Málefni leikskóla:

1. Fundargerðir 5. 6.og 7. fundar leikskólastjóra
2. Ársskýrslur leikskóla
3. Tölulegar upplýsingar um leikskóla Seltjarnarness
4. Starfsreglur um sérkennslu
5. Bréf frá foreldrum dagsett 27.10.2002
6. Öryggismál í leikskólum Seltjarnarness
7. Bréf frá þroskaþjálfa
8. Bréf BUGL
9. Önnur mál
      a) Tillaga frá Neslistanum

 



 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

114 (9)

Fundarstjóri:  Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari:  Lúðvík Hjalti Jónsson

Staður: Skólaskrifstofa

Þátttakendur: 

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Valgerður Janusdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Fulltrúi leikskólanna: Anna Stefánsdóttir. Fulltrúi foreldra: Helga Sverrisdóttir.

Dagsetning :

20.11.2002

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

18:30

Næsti fundur:

11.12.2002

Tími :

17:00

Staður:

Óákveðið

         


 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.        Fundargerðir 5. 6.og 7. fundar leikskólastjóra og leikskólafulltrúa lagðar fram:
 5. fundargerð leikskólastjóra (fylgiskjal 114 -1). Gaf ekki tilefni til samþykktar.
Umræða um lið c) í 6. fundargerð  (fylgiskjal 114 -2). Samþykkt að fela leikskólafulltrúa að beina tilmælum til foreldra um að börn undir 12 ára aldri komi ekki að sækja leikskólabörn.
Umræða um lið 7 í 7. fundargerð  (fylgiskjal 114 -3). Samþykkt að sumarleyfislokun verði með sama hætti og verið hefur. Síðasta dag fyrir lokun verði lokað kl. 13:00 og opnað kl. 13:00 opnunardag.  Einnig var umræða um lokun leikskóla á aðfangadag og gamlársdag lið. b).  Lokað verði umrædda daga í ár ef ekki koma fram athugsemdir frá foreldrum um það.  Umræður urðu um lið 8 e)  varðandi matseðla á leikskólunum og námskeið fyrir matráða leikskólanna.

 

 

2.        Ársskýrslur leikskóla:
Ársskýrslur leikskólastjóra fyrir skólaárið 2001-2002 lagðar fram.

 

 

3.        Tölulegar upplýsingar um leikskóla Seltjarnarness:
Leikskólafulltrúi lagði fram tölulegar upplýsingar um leikskólana, eins og staðan er í nóvember 2002.

 

 

  1. Starfsreglur um sérkennslu:
    HS kynnti aðdraganda að gerð starfsreglna um sérkennslu. Sérkennsluteymi leikskólanna og leikskólastjórar hafa unnið að gerð starfsreglnanna. Samþykkt samhljóða.

 

 

5.        Bréf frá foreldrum:
Lögð fram umsókn dags. 27.10.2002 (fylgiskjal 114 - 4) um atferlismeðferð fyrir barn í Mánabrekku, samkvæmt greiningu og ráðgjöf frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Skólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leiti og vísar málinu til fjárhags- og launanefndar.

.

 

6.        Öryggismál í leikskólum Seltjarnarness:
HS sagði frá áætlunum varðandi öryggismál í leikskólunum. Ragnheiður Davíðsdóttir ráðgjafi frá VÍS verður með fræðslu um eldvarnir og æfingu í báðum leikskólunum þann 7. janúar nk. Herdís Storgaard verður með námskeið, um öryggi og slysavarnir, fyrir starfsfólk beggja leikskólanna í byrjun árs 2003. Leikskólastjórar hafa fengið sérstakt skráningarblað í Handbók leikskólastjóra, v/úttektar á útileiktækjum leikskólanna.

 

 

7.        Bréf frá þroskaþjálfa:
Lögð fram umsókn dags. 05.11.2002 (fylgiskjal 114 - 5). Skólaskrifstofa afgreiði málið í samræmi við umræður á fundinum.

 

 

8.        Bréf BUGL:
Lögð fram umsókn dags. 14.11.2002 (fylgiskjal 114 –6). Samþykkt með fyrirvara um samþykki leikskólastjóra.

 

 

9.        Önnur mál:

Tillaga frá Neslistanum:

a.        Lögð fram tillaga frá Neslistanum dags. 18.11.2002 (fylgiskjal 114 –7)
 svohljóðandi:

„Skólanefnd leggur til að leikskólafulltrúi grunnskólafulltrúi, leikskólastjórar og skólastjóri Mýrarhúsaskóla skoði og leggi faglegt mat á verkefni sem kallað er Stig af stigi.  Verkefnið er þjálfun til að auka félags- og tilfinningaþroska barna á aldrinum 4-10 ára.  Verkefnið er nú notað í 60% grunnskóla í Danmörku og Noregi.  Faglegt mat þessa hóps á verkefninu og tillögur verði lagðar fyrir skólanefnd sem mun í framhaldi af því ákveða hvort taka eigi þetta verkefni upp í leikskólum og grunnskólum á Seltjarnarnesi.“

Hildigunnur gerði grein fyrir tillögunni. 

Samþykkt að fela leikskólastjórum og leikskólafulltrúa að kynna sér efnið.  Málið tekið fyrir að nýju á fundi 11. desember með grunnskólunum.

 

 



 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Lárus B. Lárusson (sign.)

Hildigunnur Gunnarsdóttir (sign.)

Valgerður Janusdóttir (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?