Fara í efni

Skólanefnd

117. fundur 04. mars 2003

FUNDARGERÐ

  Málefni grunnskóla:

1. Símenntunaráætlanir grunnskólanna
2. Niðurstöður viðhorfskannanna í grunnskólunum
3. Niðurstöður samræmdra prófa
4. Önnur mál:

 

Framkvæmdaraðili:  Skólanefnd

Fundur nr. :

117 (12)

Fundarstjóri:  Bjarni Torfi Álfþórsson

Staður: Bæjarskrifstofa

Þátttakendur:

Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson og Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Margrét Harðardóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson. Fulltrúar skólanna: Sigfús Grétarsson, Regína Höskuldsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Guðbjörg Þórðardóttir. Fulltrúi foreldra: Stefán Pétursson.

Dagsetning :

05.02.2003

Frá kl. :

17:00

Til kl. :

 

Næsti fundur:

05.03.2003

Tími :

17:00

Staður:

 

Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:

Ábyrgur:

Verklok:

1.        Skólastjóri Valhúsaskóla kynnti símenntunaráætlun sem unnin var á námskeiði á vegum KPMG. Megináhersla verður lögð á símenntun í upplýsingatækni (Fskj. #117-1).

Skólastjóri Mýrarhúsaskóla kynnti einnig símenntunaráætlun sem unnin var á sama námskeiði (Fskj. #117-2)

 

 

2.        Skólastjóri Valhúsaskóla kynnti niðurstöður úr starfsmannakönnun og foreldrakönnun sem unnar voru í Skólarýni/Kanna. Niðurstöður eru mjög jákvæðar. Lögð verður könnun fyrir nemendur í lok febrúar nk (Fskj. # 117-3).

Skólastjóri Mýrarhúsaskóla kynnti niðurstöður úr starfsmannakönnun og foreldrakönnun sem unnar voru í Skólarýni/Kanna. Niðurstöður eru mjög jákvæðar.

Fundarmenn óska skólunum með hamingju með frábæra niðurstöðu úr könnunum (Fskj. # 117-4).

 

 

3.        Niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk lagðar fram og kynntar. Skólanefnd fagnar góðum árangri skólanna (Fskj. #117 – 5).

 

 

  1. Önnur mál:
    1. Nemendur í einum 10. bekk í Valhúsaskóla taka þátt í verkefni tengt upplýsingatækni sem Landsbankinn stýrir og heitir „Raunveruleikur.is“.
    2. Skólastjóri Mýrarhúsaskóla sagði frá möguleika á þátttöku í verkefni á vegum UNESCO – um svokallaða ASP skóla.
    3. Lagt fram bréf frá foreldrum fatlaðs nemanda sem á að hefja skólagöngu næsta haust. Foreldrar óska eftir að fá framlengingu á leikskóla í eitt ár. Skólanefnd vísar erindinu til sálfræðing leikskólans til umsagnar (Trúnaðarmál).
    4. Lögð fram kvörtun frá foreldrum nemanda í Mýrarhúsaskóla vegna dráttar á greiningu á lestrarörðugleikum. Grunnskólafulltrúa falið að svara bréfinu fyrir hönd skólanefndar (Fskj. #117 – 6)
    5. Lagt fram bréf frá fjárhags- og launanefnd vegna erindis Krabbameinsfélagins varðandi styrkveitingu vegna fræðslu- og forvarnarstarfs á vegum Krabbameinsfélagsins upp á kr. 150.000,- Skólanefnd vísar málinu til félagsmálaráðs og telur að málið falli undir áfengis- og vímuvarnir (Fskj. # 117 - 7).
    6. Lögð fram ósk um styrkveitingu til náms- og kynnisferðar kennara í Mýrarhúsaskóla til Júgóslavíu og kennara í Valhúsaskóla til Belgíu (Fskj. #117 – 8/9  ).

 
 

 

MH

 
MH

MH

 

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)

Gunnar Lúðvíksson (sign.)

Lárus B. Lárusson (sign.)

Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)

Árni Einarsson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?