FUNDARGERÐ |
|
Málefni grunnskóla: 1. Reiknilíkan fyrir úthlutun tímamagns |
|
Framkvæmdaraðili: Skólanefnd |
Fundur nr. : |
119 (14) |
||
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson |
Fundarritari: MH |
|||
Staður: Bæjarskrifstofa |
||||
Þátttakendur: Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Margrét Harðardóttir. Fulltrúar skólanna: Sigfús Grétarsson, Regína Höskuldsdóttir, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Ólína Thoroddsen Fulltrúi foreldra: Stefán Pétursson. |
Dagsetning : |
05.03.2003 |
||
Frá kl. : |
17:00 |
|||
Til kl. : |
20:00 |
|||
Næsti fundur: |
19.03.2003 |
|||
Tími : |
17:00 |
|||
Staður: |
|
|||
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður: |
Ábyrgur: |
Verklok: |
1. Reiknilíkan fyrir úthlutun tímamagns: Skólanefnd samþykkir að þróa áfram framlagt reiknilíkan. Í ljósi þeirra faglegu athugasemda sem fram hafa komið af hálfu skólanna mun skólanefnd þróa líkanið áfram í samvinnu við þá aðila sem líkanið varðar (fskj. 119-1).
|
|
|
2. Drög að vinnureglum í sérkennslu lögð fram. Umræðum frestað til næsta fundar (fskj.119-2) |
|
|
3. Umræðum um skóladagatal frestað. |
|
|
4. Bréfi frá æskulýðsfulltrúa varðandi tómstundastarf vísað aftur til æskulýðs- og íþróttaráðs þar sem bréfið hefur ekki komið þar til umfjöllunar. Skólanefnd óskar eftir nánari útlistun á þeirri þjónustu sem nú þegar er fyrir hendi og mati á þörfum á þjónustu á grundvelli æskulýðskönnunar ÆSÍS sem gerð var sl. ár (fskj. 119-3).
|
MH
|
|
5. Styrkveiting v. námsferðar kennara grunnskólanna. Skólanefnd er hlynnt erindinu og vísar því til fjárhags- og launanefndar. Grunnskólafullafulltrúa falið að skrifa bréf með umsókninni.
|
MH |
|
6. Önnur mál: Umræða um hugsanlegar skipulagsbreytingar á skipulagi/skipuriti grunnskólanna. Skólanefnd samþykkir að leita til Rannsóknarstofnunar KHÍ um faglega úttekt á kosti þess og göllum að sameina grunnskóla Seltjarnarness undir eina stjórn. |
|
|
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Lárus B. Lárusson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)
Árni Einarsson (sign.)