Málefni grunnskóla:
1. Námsvist í tónlistarskólum |
Framkvæmdaraðili: Skólanefnd |
|
|
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson | Fundarritari: MH | |
Staður: Bæjarskrifstofa | ||
Þátttakendur:
Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Lárus B. Lárusson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson, Margrét Harðardóttir. Fulltrúar skólanna: Sigfús Grétarsson, Marteinn M. Jóhannsson, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Edda Óskarsdóttir. Fulltrúar foreldra: Guðrún Þórsdóttir og Stefán Pétursson. Gylfi Gunnarsson skólastjóri Tónlistarskólans sat fundinn undir málefnum Tónlistarskólans og fulltrúar grunnskólanna undir málefnum grunnskóla. |
Dagsetning : |
07.05.2003 |
Frá kl. : |
16:30 |
|
Til kl. : |
:00 |
|
Næsti fundur: |
21.05.2003 |
|
Tími : |
17:00 |
|
Staður: |
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður: |
Ábyrgur: |
|
1. Námsvist í tónlistarskólum (Fskj. 122-1).
Lagðar fram upplýsingar um fjölda nemenda með lögheimili á Seltjarnarnesi sem stunda nám í tónlistarskólum í Reykjavík og fjölda nemenda með lögheimili í Reykjavík sem stunda nám í Tónlistarskóla Seltjarnarness. |
||
2. Gjaldskrá Tónlistarskólans (Fskj. 122-2).
Skólanefnd samþykkir samhljóða 5% hækkun á gjaldskrá í Tónlistarskólanum fyrir skólárið 2003-2004.. Skólagjöld verða sem hér segir. Hljóðfæranám 47.900,- Hljóðfæri ½ 33.900,- Hljóðfæri með undirleik 72.700,- Forskóli 25.200,- |
|
|
3. Önnur mál:
Skólastjóri Tónlistarskólans óskar eftir heimild til að auka fjölda stöðugilda í skólanum um ½ í tengslum við fyrirhugaða stækkun á húsnæði skólans. Grunnskólafulltrúa og forstöðumanni fjárhags- og stjórnsýslusviðs falið að skoða rekstrargrundvöll skólans m.a. í tengslum við greidda húsaleigu. Skólanefnd samþykkir að tillögu skólastjóra tónlistarskóla að seinni hluti kerfisbreytingar samkvæmt kjarasamninga kennara taki gildi haustið 2004 eins kjarasamningurinn gerir ráð fyrir. |
||
4. Úthlutun kennslustunda til grunnskóla (Fskj. 122-3).
Skólanefnd samþykkir úthlutun fyrir grunnskóla skólaárið 2003-2004, enda verði forsendur hennar endurskoðaðar reglulega samkvæmt vinnuferli áætlunarinnar. Líkanið sem úthlutunin byggir á er í þróun og mun skólanefnd skoða niðurstöðuna sérstaklega þegar stundaskár skólanna liggja fyrir í lok júní. |
||
5. Önnur mál:
a) Lagt fram bréf frá IMG Deloitte- Viðskiptaráðgjöf um samanburðargreiningu í rekstri grunnskóla og leikskóla. Skólanefnd mælir með verkefninu og óskar eftir að fjárhags- og launanefnd greiði kostnað því samfara (Fskj. 122-4). b) Greint var frá því að nk. föstudag yrðu opnuð tilboð í utanhússviðgerðir á Mýrarhúsaskóla. c) Starfshópur í sérkennslu lagði fram vinnureglur í sérkennslu fyrir grunnskólana (Fskj. 122-5). |
MH |
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign.)
Gunnar Lúðvíksson (sign.)
Lárus B. Lárusson (sign.)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign.)
Árni Einarsson (sign.)