131. fundur skólanefndar Seltjarnarness 27. október 2003 |
Málefni grunnskóla: 1. Bréf til Seltjarnarnesbæjar, dags. 20. október 2003. |
Framkvæmdaraðili: Skólanefnd |
Fundur nr. : |
131 (26) |
Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson | Fundarritari: Lúðvík Hjalti Jónsson | |
Staður: Bæjarskrifstofa | ||
Þátttakendur:
Skólanefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson, Gunnar Lúðvíksson, Sunneva Hafsteinsdóttir og Árni Einarsson. Skólaskrifstofa: Lúðvík Hjalti Jónsson. Fulltrúar skólanna: Sigfús Grétarsson, Þórunn Halldóra Matthíasdóttir og Ólína Thoroddsen. Fulltrúar foreldra: Katla Kristvinsdóttir og Svana Helena Björnsdóttir. Árni Einarsson vék af fundi kl. 12:45 |
Dagsetning : |
27.10.2003 12:00 12:50 |
1. Lagt fram bréf dags. 20. október sl. frá foreldri barns í Mýrarhúsaskóla vegna
framkomu skólastjóra og kennara í Mýrarhúsaskóla í tengslum við sameiningu yfirstjórnar Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Einnig lagt fram bréf dags. 23. október sl., frá framkvæmdastjóra fjármála og stjórnsýslusviðs vegna málsins. Fulltrúar meirihluta skólanefndar leggur fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar meirihluta skólanefndar líta málið mjög alvarlegum augum og leggja til að embættismenn bæjarins vinni greinargerð um málið á grundvelli stjórnsýslulaga í samvinnu við lögmenn bæjarins." Bjarni Torfi Álfþórsson (sign) Gunnar Lúðvíksson (sign) Fulltrúar minnihlutans í skólanefnd leggja fram svofellda bókun: "Fulltrúar NESLISTANS í skólanefnd Seltjarnaness eru furðu losnir vegna málatilbúnaðar starfandi forstöðumanna fræðslu- og menningarsviðs, þeirra Jónmundar Guðmarssonar, Lúðvíks Hjalta Jónssonar og formanns skólanefndar, Bjarna Torfa Álfþórssonar. Boðað er til aukafundar í skólanefnd þar sem eina málið á dagskrá er bréf frá foreldri barns í Mýrarhúsaskóla, dagsett 20. október 2003. Í bréfinu eru settar fram einhliða ásakanir á hendur skólastjóra og kennara í Mýrarhúsaskóla. Þar er einnig að finna stuðningsyfirlýsingu bréfritara við mjög umdeilda ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness frá 8. október 2003. Umræddur skólastjóri er ekki boðaður á fundinn. Það er skýlaust brot á stjórnsýslulögum að taka þetta bréf til umfjöllunar án þess að umrætt starfsfólk hafi fengið tækifæri til að nýta sér andmælarétt sinn. Það er fráleitt að taka þetta mál til meðferðar á vettvangi skólanefndar eins og það er fyrirlagt og undirbúið. Fulltrúar NESLISTANS í skólanefnd taka ekki þátt í vinnubrögðum af þessu tagi." Sunneva Hafsteinsdóttir (sign) Árni Einarsson (sign) |
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
Árni Einarsson (sign)