Fara í efni

Skólanefnd

15. apríl 2009

220. (43) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 15. apríl 2009, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir fulltrúi kennara, Davíð B. Gíslason fulltrúi foreldra og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.

Þetta gerðist:

  1. Vímuefnarannsókn ESPAD. Málsnúmer 200904002. Skýrsla lögð fram til kynningar.
  2. Endurskipun í undanþágunefnd grunnskóla. Málsnúmer 2009030075. Bréf undanþágunefndar lagt fram til kynningar.
  3. Starfshópur um stoðþjónustu vegna breytinga í samfélaginu. 2009010077. Fundargerð starfshóps frá mars lögð fram til kynningar.
  4. Tilhögun sálfræðiþjónustu við grunnskóla. Málsnúmer 2008080026. Tillaga framkvæmdastjóra um breytingu á högun sálfræðiþjónustu lögð fram. Samþykkt samhljóða.
  5. Minnisblað frá fundi Sambands sveitarfélaga með menntamálaráðherra. Málsnúmer 2009040021. Lagt fram til kynningar.
  6. Samantekt Sambands sveitarfélaga um aðgerðir sveitarfélaga vegna efnahagsástands. Málsnúmer 2009040021. Lögð fram til kynningar.
  7. Fundargerð skólamálanefndar Sambands sveitarfélaga. Málsnúmer 2009040021. Lögð fram til kynningar.
  8. Hvatning til sveitarfélaga vegna málefna barna og ungmenna. Málsnúmer 2009040021. Bréf starfshóps á vegum félags og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:30.

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Gunnar Lúðvíksson (sign) Jón Þórisson (sign) Þórdís Sigurðardóttir (sign) Kristján Þorvaldsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?