216. (39) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 14. janúar 2009, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Jón Þórisson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsson, Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir fulltrúi kennara, Davíð B. Gíslason fulltrúi foreldra og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.
Þetta gerðist:
- Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs 2009. Málsnúmer 2009010050.
Áætlunin lögð fram til kynningar og umræðu.
- Fjárhagsáætlun 2009. Málsnúmer 2008100049.
Áætlunin lögð fram til umsagnar. Skólanefnd gerir ekki athugasemd við niðurstöðu áætlunarinnar en lýsir yfir óánægju vegna vinnuferlis við gerð fjárhagsáætlunar og að nefndin hafi ekki komið að áætluninni á nokkurn hátt.
- Athugasemdir vegna áætlaðrar fækkunar bekkja við Grunnskóla Seltjarnarness. Málsnúmer 2008120051.
Bréf frá foreldrafélagi Grunnskólans þar sem gerðar eru athugasemdir við áætlaða fækkun bekkjardeilda við Grunnskólann skólaárið 2009/2010 tekið til umræðu. Erindinu vísað til fjárhags- og launanefndar.
- Húsnæði Grunnskólans. Málsnúmer 2009010047.
Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir komandi ára við skólahúsnæði Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla.
- Yfirlit yfir fundardaga skólanefndar 2009.
Lagt fram yfirlit yfir fundardaga skólanefndar sem verða eftirfarandi á árinu:
Mánuður | Dags. | |
Janúar | 14. | |
Febrúar | 18. | |
Mars | 18. | |
Apríl | 15. | |
Maí | 20. | |
Júní | 10. | |
Ágúst | 12. | |
September | 16. | |
Október | 21. | |
Nóvember | 18. | |
Desember | 9. | |
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:34.
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Jón Þórisson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir(sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)