215. (38) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 19. nóvember 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Soffía Guðmundsdóttir leikskólaskólastjóri, Brynhildur Thors fulltrúi foreldra, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri sviðs.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Óskar J. Sandholt.
Þetta gerðist:
- Fyrirspurn frá Foreldrafélagi Sólbrekku. Málsnúmer 2008100034.
Lögð fram fyrirspurn frá Foreldrafélagi Sólbrekku um málefni leikskóla Seltjarnarness. Framkvæmdastjóra sviðs falið að svara fyrirspurninni í samræmi við umræður á fundinum. - Könnun á öryggi barna í bílum. Málsnúmer 2008100032.
Lagðar fram niðurstöður könnunar um öryggi barna í bílum.
- Tölulegar upplýsingar um dagforeldra á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2008110015.
Lögð fram samantekt leikskólafulltrúa um dagforeldra á Seltjarnarnesi. Upplýsingarnar verða héðan í frá hluti af tölulegum upplýsingum um leikskólabörn.
- Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi. Málsnúmer 2008030009.
Lögð fram umsókn Friðrikku Eddu Þórarinsdóttur um leyfi til daggæslu á Seltjarnarnesi. Skólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um skil á fullnægjandi gögnum til skólaskrifstofu.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:35
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Þórdís Sigurðardóttir(sign)
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir (sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)