Fara í efni

Skólanefnd

15. október 2008

213. (36) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 15. október 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Þórisson, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsso, Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir fulltrúi kennara, Davíð B. Gíslason fulltrúi foreldra og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi.

Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.

Fundargerð ritaði Ellen Calmon.

Þetta gerðist:

  1. Boð um kaup á bókinni Njóttu lífsins. Málsnúmer. 2008090054.
    Lagt fram boð um kaup á bókinni Njóttu lífsins fyrir Grunn- og leikskóla. Samþykkt að vísa ákvörðun um kaup til hverrar stofnunar fyrir sig.
  2. Samræmd próf skólaárið 2008/2009. Málsnúmer 2008010052.
    Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti þar sem breytingar við framkvæmd samræmdra könnunarprófa eru kynntar.

  3. Beiðni um styrk vegna endurmenntunar. Málsnúmer 2008100024.
    Skólanefnd lítur erindið jákvæðum augum en bendir á að nefndin styrkir ekki nám einstakra starfsmanna skóla. Skólanefnd bendir viðkomandi á endurmenntunarsjóð Grunnskólans, endurmenntunarsjóð stéttarfélagsins og  þróunarsjóð Skólaskrifstofu. Viðkomandi er hvattur til að beina umsóknum til þessara sjóða.

  4. Ósk um auka áheyrnarfulltrúa frá Grunnskóla. Málsnúmer 2008100020.
    Tekið fyrir erindi frá trúnaðarmanni Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla um að fulltrúar kennara úr báðum byggingum Grunnskólans eigi rétt á setu á skólanefndarfundum. Skólanefnd þakkar erindið en sér ekki ástæðu til að víkja frá nýsamþykktum lögum um grunnskóla í þessu tilviki.

  5. Söngnámskeið fyrir 6.-8. bekk. Málsnúmer 2008100025.
    Skólanefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari útfærslu á því.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:23

 

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Þórdís Sigurðardóttir(sign)

Jón Þórisson (sign)

Gunnar Lúðvíksson (sign)

Kristján Þorvaldsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?