213. (36) fundur skólanefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 15. október 2008, kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Þórisson, Gunnar Lúðvíksson, Þórdís Sigurðardóttir, Kristján Þorvaldsso, Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla, Fanney Rúnarsdóttir fulltrúi kennara, Davíð B. Gíslason fulltrúi foreldra og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi.
Fundi stýrði Sigrún Edda Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Ellen Calmon.
Þetta gerðist:
- Boð um kaup á bókinni Njóttu lífsins. Málsnúmer. 2008090054.
Lagt fram boð um kaup á bókinni Njóttu lífsins fyrir Grunn- og leikskóla. Samþykkt að vísa ákvörðun um kaup til hverrar stofnunar fyrir sig.
- Samræmd próf skólaárið 2008/2009. Málsnúmer 2008010052.
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti þar sem breytingar við framkvæmd samræmdra könnunarprófa eru kynntar.
- Beiðni um styrk vegna endurmenntunar. Málsnúmer 2008100024.
Skólanefnd lítur erindið jákvæðum augum en bendir á að nefndin styrkir ekki nám einstakra starfsmanna skóla. Skólanefnd bendir viðkomandi á endurmenntunarsjóð Grunnskólans, endurmenntunarsjóð stéttarfélagsins og þróunarsjóð Skólaskrifstofu. Viðkomandi er hvattur til að beina umsóknum til þessara sjóða.
- Ósk um auka áheyrnarfulltrúa frá Grunnskóla. Málsnúmer 2008100020.
Tekið fyrir erindi frá trúnaðarmanni Grunnskóla Seltjarnarness – Valhúsaskóla um að fulltrúar kennara úr báðum byggingum Grunnskólans eigi rétt á setu á skólanefndarfundum. Skólanefnd þakkar erindið en sér ekki ástæðu til að víkja frá nýsamþykktum lögum um grunnskóla í þessu tilviki.
- Söngnámskeið fyrir 6.-8. bekk. Málsnúmer 2008100025.
Skólanefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari útfærslu á því.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:23
Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)
Þórdís Sigurðardóttir(sign)
Jón Þórisson (sign)
Gunnar Lúðvíksson (sign)
Kristján Þorvaldsson (sign)